Láta Guinness skort ekki stoppa sig á degi heilags Patreks Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2023 14:00 Ölstofa Kormáks og Skjaldar er meðal veitingastaða sem geta ekki boðið upp á Guinness í dag vegna skorts á landinu. Vísir/Samsett Guinness skortur er á landinu á sjálfum heilögum degi Patreks. Rekstrarstjóri Ölstöfu Kormáks og Skjaldar segir landsmenn hafa verið duglega að drekka Guinness í vetur en þau leggja þess í stað áherslu á aðra írska drykki í dag. Búist er við að fjölmargir máli bæinn grænan í kvöld. Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði. Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Dagur heilags Patreks, sem er einn af verndardýrðlingum Írlands, er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert á þjóðhátíðardegi Íra. Hátíðarhöldin einskorðast þó ekki við Írland þar sem ýmis lönd taka þátt, þar á meðal Ísland. Dagurinn einkennist af drykkju af ýmsu tagi þar sem skálað er meðal annars í írskum Guinness. Samkvæmt upplýsingum frá Ölgerðinni hefur þó mikil aukning verið í sölu á bjórnum og hann því ekki fáanlegur á landinu eins og er, þó einhverjir staðir séu með ágætar birgðir. Margir veitingastaðir bjóða upp á Jameson í tilefni dagsins. Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen, rekstrarstjóri Ölstofu Kormáks og Skjaldar, segir að skorturinn hafi gert vart við sig við og við í vetur. „Við erum búin að vera svo dugleg í vetur að drekka Guinness, það er búið að aukast svo salan þannig hann bara kláraðist. En við ætlum samt að halda partí og vera þá bara með áherslu á Jameson, irish coffee og fleira skemmtilegt,“ segir Hjálmar. Þau eru ekki ein um það en hátt í fjörutíu staðir bjóða upp á úrval Jameson viskí drykkja og kokteila í tilefni dagsins. Einhverjir bjóða upp á annars konar drykki í anda dagsins, til dæmis býður Stúdentakjallarinn upp á svokölluð Baby Guinness skot og hefur Skúli Craftbar hafið sölu á grænum bjór, svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur Ölstofan gripið til sinna ráða. „Það er náttúrulega leiðinlegt að geta ekki boðið upp á Guinness þannig við fengum frá Reykjavík Brewing til dæmis O'Stout sem að svona kemst kannski næst því að vera Guinness, sem er íslenskur og það sleppur vonandi,“ segir Hjálmar. Búist er við frábæri stemningu í ár þrátt fyrir allt. „Þetta er alltaf stór dagur held ég bara alls staðar. Við erum með mjög stóran fastakúnnahóp og þekkt fyrir að vera með góðan Guinness þannig að það er alltaf nóg að gera á þessum dögum,“ segir Hjálmar. „En ef við fáum ekki nákvæmlega það sem við viljum þá förum við bara í það sem kemst næst og höldum áfram að djamma,“ segir hann enn fremur léttur í bragði.
Áfengi og tóbak Veitingastaðir Írland Næturlíf Reykjavík Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira