Þorsteinn Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að um óhapp hafi verið að ræða.
„Það voru engin önnur tæki, árekstur eða neitt. Sem betur fer meiddist enginn við þetta. Slökkviliðið fór þarna líka að aðstoða við hreinsun.“
Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um hve mikið magn af fiski hafi flætt yfir Suðurlandsveginn. Teljanlegar tafir hafi ekki orðið á umferð en hreinsun á veginum standi enn yfir.