Trommarinn sem myrti móður sína látinn Máni Snær Þorláksson skrifar 16. mars 2023 15:04 Jim Gordon var 77 ára gamall þegar hann lést. Getty/Estate Of Keith Morris Bandaríski trommarinn Jim Gordon er látinn, 77 ára að aldri. Gordon átti farsælan feril sem trommari og lék með mörgum af skærustu stjörnum heims. Síðar fóru geðræn vandamál að gera vart við sig. Hann lét lífið í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm fyrir að myrða móður sína. Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta. Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Gordon fæddist þann 14. júlí árið 1945. Þegar hann var sautján ára gamall afþakkaði hann að fara á styrk í tónlistarnám í UCLA háskólanum í Kaliforníu. Í stað þess hóf hann feril sinn sem trommari með hljómsveitinni Everly Brothers. Hann gekk svo í hóp tónlistarfólks sem kallaðist The Wrecking Crew en hópurinn spilaði undir á fjölmörgum hljómplötum. Sem meðlimur í þeim hópi spilaði Gordon til að mynda á plötunni Pet Sounds eftir Beach Boys. Hann stofnaði svo nýjan hóp ásamt Eric Clapton árið 1970 sem hét Derek and the Dominos. Með þeim hópi spilað Gordon til dæmis undir fyrir George Harrison. Þá trommaði Gordon einnig á plötum eftir stórstjörnur á borð við Frank Zappa, Cher, Tom Waits, Alice Cooper, Art Garfunkel, Carly Simon og John Lennon. Myrti móður sína og lét lífið í fangelsi Árið 1970 fóru fyrstu merkin um geðræna kvilla Gordon að gera vart við sig. Þá á hann að hafa kýlt þáverandi kærustu sína, Rita collidge, ítrekað á hótelherbergi. Rúmum áratugi síðar, árið 1983, myrti Gordon svo móður sína með hamri og hníf. Gordon játaði morðið en hann sagðist hafa heyrt raddir í hausnum sínum. Raddirnar hafi í upphafi verið vinalegar og gefið honum ráð. Hann segir að raddirnar hafi síðan farið að segja honum að „færa fórnir“ og að hann „yrði að gera það sem þær sögðu honum að gera.“ Gordon myrti móður sína árið 1983.Getty/Jim McCrary Þá sagðist Gordon ekki hafa viljað myrða móður sína en að hann hafi þurft að hlýða umræddum röddum: „Ég vildi halda mér frá henni. Ég hafði ekkert val. Í rauninni var eins og það væri verið að stýra mér og ég var sem uppvakningur. Hún vildi að ég myndi drepa sig,“ sagði Gordon í viðtali við Rolling Stone tveimur árum eftir morðið. Gordon var greindur með geðklofa en fékk engu að síður dóm fyrir morðið. Hann var dæmdur í allt frá sextán ára til lífstíðar í fangelsi. Árið 2018 var síðast tekin ákvörðun um hvort honum yrði veitt reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan þá var að hann væri ennþá hættulegur almenningi og því fékk hann hana ekki veitta.
Tónlist Andlát Bandaríkin Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira