„Ég bind miklar vonir við sveppi" Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. mars 2023 16:19 Björk segir að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. Getty Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska miðilinn Numéro nú á dögunum og fór þar um víðan völl. Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“ Björk Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Tíunda hljómplata Bjarkar , Fossora, kom út í október síðastliðnum og líkt og fram kemur í viðtalinu koma sveppir þar víða við sögu, bæði í texta og myndum. Aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi segist Björk vera heilluð af lækningamætti þeirra, útlit þeirra og orku, og tengingu þeirra við taugakerfi manna. „Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi: á Chernobyl svæðinu og öðrum stöðum þar sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað eru sveppirnir fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á ný. Ég bind miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem við stöndum frammi fyrir. Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nánari gaum.“ Elskar að vera á Íslandi Í viðtalinu ræðir Björk einnig um lífið á Íslandi, en hún var búsett í London á tíunda áratugnum og síðan í New York í fjölda ára, áður en hún flutti alfarið til Íslands. „Þegar ég átti hús í London eða í Brooklyn þá bjó ég samt sem áður helminginn af tímanum á Íslandi, þar af leiðandi eru þessar tvær borgir mitt annað heimili. Ég elska að vera á Íslandi, ég var himinlifandi þegar ferðatakmarkanir voru settar á og ég þurfti þar af leiðandi hvorki af yfirgefa heimilið mitt á Íslandi eða fara á flugvöllinn, sem var ótrúlegt.“ Þá segir Björk að lífið á Íslandi geri henni kleift að komast niður á jörðina. „Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið afar auðvelt. Ég elska að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig fimm mínútur að komast þangað. Ef ég vil eiga heimspekilegar samræður við vin minn, þá þarf ég ekki annað en að senda honum skilaboð og hitt hann svo á kaffihúsi eftir tíu mínútur. Ef ég vil sjá nýju Star Wars myndina þá er það í nokkurra mínútna göngufæri frá heimilinu mínu.“ Björk segir veðrið og smæð Reykjavíkur gera það að verkum að Íslendingar eru afar óheflaðir og frjálslegir. „Hér þarft þú ekki að plana hlutina fyrirfram. Ef þú segir við Íslending: „Þú getur komið í mat til mín eftir viku,“ þá heldur viðkomandi að maður sé eitthvað klikkaður, eins og ég upplifði þegar ég var að tala við Lundúnabúa eða New York búa! Í dag upplifi ég það ekki eins og ég sé að fórna öllum þessum hlutum sem ég gæti verið að gera í þessum stórborgum. Það er eiginlega þveröfugt. Núna er mikið af sýningum, leikverkum og tónleikum sem koma hingað til Íslands, þannig var það ekki þegar ég var á þrítugsaldri.“
Björk Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira