Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 10:46 Endurfundir Ke Huy Quan og Harrison Ford á sviðinu í nótt. Kevin Winter/Getty Images Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023 Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“