Stal senunni á Óskarnum: „Mamma, ég var að vinna Óskar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 10:46 Endurfundir Ke Huy Quan og Harrison Ford á sviðinu í nótt. Kevin Winter/Getty Images Það voru miklir fagnaðarfundir á sviðinu á Óskarsverðlaunum í nótt þegar leikararnir Ke Huy Quan og Harrison Ford hittust á ný, eftir að hafa leikið saman í Indiana Jones fyrir um fjörutíu árum. Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023 Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Ke Huy Quan stal heldur betur senunni á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Ósvikin gleði hans með hafa hreppt Óskarinn fyrir besta leik í aukahlutverki og endurfundir hans og Harrison Ford á sviðinu hafa vakið mikla athygli. Quan hlaut verðlaunin fyrir leik hans í myndinni Everything Everywhere All At Once, sem var sigurvegari kvöldsins í gær. Þetta var fyrsta stóra hlutverk Quan í langan tíma. Hann hafði lagt leiklistarskóna á hilluna að mestu á tíunda áratugnum, eftir að hafa lent í erfiðleikum með að hreppa bitastæð hlutverk í Bandaríkjunum. Hann hefur sagt að velgengni kvikmyndarinnar Crazy Rich Asians hafi fengið hann til þess að vilja snúa aftur á stóra sviðið. Sigurræða Quan hefur vakið mikla athygli en hana má sjá hér að neðan. "Mom, I just won an Oscar!" Ke Huy Quan sobs as he accepts the #Oscar for Best Supporting Actor. https://t.co/ndiKiHfmID pic.twitter.com/92QIp3PRmS— Variety (@Variety) March 13, 2023 Ef till vil er Quan kunnuglegur mörgum enda skaust hann fyrst á stjörnuhimininn þegar hann var aðeins tólf ára gamall. Þá stal hann senunni í stórmyndinni Indiana Jones and The Temple of Doom sem Short Round, ungur aðstoðarmaður Indiana Jones sem leikinn var af Harrison Ford. Við tökur á Indiana Jones and Temple of Doom sem kom út árið 1984. Harrison Ford leiðir hér Ke Huy Quan. Paramount/Getty Images Líklega var það því ekki tilviljun að Harrison Ford var fenginn til að greina frá því hvaða mynd hafði hlotið Óskarinn fyrir bestu mynd. Það var Everything Everywhere All At Once þar sem Quan leikur hlutverk Waymond Wang. Quan var einn af þeim sem fór upp á svið til að taka á móti styttunni. Viðbrögð Quan og Ford þegar þeir sáu hvorn annann upp á sviðið hafa vakið mikla athygli, enda var faðmlag þeirra félaga afskaplega innilegt, eins og sjá má hér að neðan. Here's the moment #EverythingEverywhereAllAtOnce won the #Oscar for Best Picture. https://t.co/ndiKiHeOT5 pic.twitter.com/lBOqfiX0bw— Variety (@Variety) March 13, 2023
Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaunin Tengdar fréttir Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39 Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Carter fyrsta svarta konan til að vinna til tvennra Óskarsverðlauna Ruth E. Carter varð í nótt fyrsta svarta konan til að hafa unnið til tvennra Óskarsverðlauna. Carter, sem er búningahönnuður, fékk verðlaunin fyrst árið 2019 fyrir Marvel-myndina Black Panther og að þessu sinni hlaut hún verðlaunin fyrir framhaldsmyndina Black Panther: Wakanda Forever. 13. mars 2023 07:39
Þetta eru sigurvegarar Óskarsins 2023 Kvikmyndin Everything, Everywhere All At Once er ótvíræður sigurvegari Óskarsverðlaunahátíðarinnar 2023. Myndin hreppti sjö verðlaun, meðal annars fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki, leikstjórn og sem besta mynd. Þýska stríðsmyndin All Quiet on the Western Front kom næst á eftir með fern verðlaun. 13. mars 2023 04:08