Frá þessu er greint í samantekt á vef Landlæknisembættisins.
Klínískar greiningar á skarlatssótt voru einnig færri í viku níu en vikurnar á undan en tíu greindust með RS-veiru, sami fjöldi og í vikunni á undan.
Hálsbólgugreiningum fer hins vegar enn fjölgandi og voru um 1.800 talsins.
Innlögnum á Landspítala vegna Covid-19, inflúensu og RS hefur fækkað undanfarið en í viku níu lögðust fjórir inn með eða vegna Covid-19, tveir með inflúensu og tveir með RS.
„Færri greindust með staðfesta inflúensu í viku 9 samanborið við undangengnar þrjár vikur. Fjöldi greininga inflúensulíkra einkenna eru sambærilegar milli vikna,“ segir í samantekt. „Færri greindust með COVID-19 í viku 9 samanborið við undangengnar fimm vikur. Sýnatökum vegna COVID-19 hefur fækkað. Færri greindust með skarlatssótt, en fleiri með hálsbólgu. Innlögnum á Landspítala vegna COVID-19, inflúensu og RSV hefur fækkað.“