Star trek stjarna segist ekki eiga mikið eftir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. mars 2023 09:05 Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. Getty Aðdáendur Star trek stjörnunnar William Shatner eru í áfalli eftir að leikarinn, sem er 91 árs, kom fram í viðtali nýlega og sagðist ekki eiga mikið eftir. William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023 Hollywood Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
William Shatner á magnaðan feril að baki. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek, en hann er líka rithöfundur auk þess að geta státað af því að vera elsti maðurinn sem hefur farið út í geim. William Shatner varð elsti geimfari jarðarinnar þegar hann flaug út fyrir gufuhvolfið í geimskoti Blue Origin á síðasta ári.Getty Í nýrri heimildarmynd, You Can Call Me Bill, er farið yfir sjö áratuga feril Williams. Í viðtali við Variety sagðist leikarinn hafa hafnað mörgum tilboðum um gerð heimildarmynda, en sú staðreynd að hann ætti ekki mikinn tíma eftir hefði fengið hann til að samþykkja gerð myndarinnar nú. „Hvort sem ég hrekk upp af á meðan ég er að tala við þig eða eftir tíu ár, þá er tími minn takmarkaður,“ sagði Williams í viðtalinu. William á þrjú börn og fjögur barnabörn. Hann segir heimildarmyndina meira fyrir þau en sjálfan sig, að hún væri hans leið til að ná til þeirra eftir að hann dæi. Það sorglega er að því eldri sem manneskja verður, því vitrari verður hún, og svo deyr hún með alla vitneskjuna. William Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem kafteinn Kirk í Star trek.Getty William glímir ekki við nein veikindi svo vitað sé og kemur enn fram opinberlega. Árið 2016 steig hann fram og sagðist hafa greinst með krabbamein í blöðruhálskirtli og að greiningin hefði breytt sín hans á lífið til muna. Skömmu síðar kom þó í ljós að greiningin var röng og ekki var um krabbamein að ræða. Uppfært 09:30 William Shatner birti tíst í gærkvöldi þar sem hann sagði fréttir af yfirvofandi andláti sínu stórlega ýktar. Meiningin með orðum hans hafi aðeins verið sú að hann gerði sér grein fyrir að hann myndi ekki lifa að eilífu, þrátt fyrir að hann ætlaði sér að gera til þess heiðarlega tilraun. Tilgangurinn með heimildarmyndinni væri sá að afkomendur hans og komandi kynslóðir myndu fræðast betur um hann Reports of my pending demise have been greatly exaggerated (by the clickbait press .) All I meant was that I m not going to live forever ( though I am going to make a valiant attempt!) & the documentary I did is for future generations & descendants to know a bit about me. — William Shatner (@WilliamShatner) March 11, 2023
Hollywood Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira