Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 9. mars 2023 22:31 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Anton Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun