„Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri“ Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 14:30 Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundinum. VÍSIR/VILHELM Undanfarna tólf mánuði hefur dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórar landsins, ásamt ríkissaksóknara og héraðssaksóknara að umfangsmiklum breytingum í löggæslu. Þessar breytingar voru kynntar á upplýsingafundi dómsmálaráðuneytisins í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“ Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kynnti breytingarnar en hann segir stöðuna í samfélaginu kalla á aukin viðbrögð í fjórum meginþáttum: Umfangsmikla eflingu almennrar löggæslu, eflingu menntunar lögreglumanna, nýja aðgerðaráætlun gegn kynferðisbrotum og stóreflingu aðgerða gegn skipulagðri brotastarfsemi. „Það verður gripið til skilvirkra aðgerða sem munu skila árangri,“ segir Jón á fundinum. Ráðið verður í um alls áttatíu stöðugildi á árinu til að efla löggæslu. Stöðugildin skiptast þannig að um þrjátíu lögreglumenn verða ráðnir um allt land, tíu sérfræðingar verða ráðnir í margvísleg lögreglustörf, þar á meðal almannavarnir og samfélagslöggæslu. Um tíu landamæraverðir verða ráðnir og bætt verður tuttugu stöðugildum til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Þá var tíu stöðugildum við rannsókn og saksókn kynferðisbrota bætt við fyrir síðustu áramót. „Það eru krefjandi verkefni framundan og ég treysti ríkislögreglustjóra, héraðssaksóknara, okkar öflugu lögreglustjórum og lögreglumönnum, til að takast á við þetta sem ein heild,“ segir Jón. „Það er í þágu þjóðarinnar, það er í þágu öryggis borgara. Þetta eru mikilvæg skref í þeim efnum.“ Lögreglan hafi verið of fámenn of lengi Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri tekur þá til máls. Fjallaði hún sérstaklega um mikilvægi þess að fjölga menntuðu lögreglufólki. „Lögreglan hefur verið alltof fámenn alltof lengi,“ segir Sigríður á fundinum. Verkefni lögreglu hafi gjörbreyst á síðustu árum, meiri sérþekkingar sé krafist. Bregðast þurfi við verkefnunum með festu. Sigríður hvetur að lokum fólk til að sækja um í lögreglunám. Ekki hætt og ætla sér að gera betur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, talar þá um að lögreglunni hafi tekist að stórbæta meðferð á kynferðisbrotum. „Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, það var ráðist í ýmsar meðferðir til að flýta meðferð kynferðisbrota,“ segir hún. „Við erum ekki hætt, við ætlum að gera betur. Við ætlum að tryggja enn styttri málsmeðferðartíma og við ætlum að tryggja gæðin.“ Hún segir auknar fjárveitingar skipta sköpum til að hægt sé að bæta gæði og öryggi í störfum lögreglu. „Hún mun hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild.“
Lögreglan Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira