„Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. mars 2023 09:01 Arnar Gunnlaugsson er nokkuð sáttur við leikmannahópinn þrátt fyrir fáar viðbætur. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir jákvæða möguleika fólgna í því að liðið hafi misst fyrirliða sinn Júlíus Magnússon. Matthías Vilhjálmsson hafi þá komið sterkur inn. Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Júlíus yfirgaf Víking á dögunum til að semja við Frederikstad í Noregi. Hann hefur verið burðarás í liði Víkings síðustu ár og munar um minna. Adam Ægir Pálsson fór einnig frá liðinu en það hefur verið fátt um viðbætur í vetur. Arnar segist nokkuð sáttur við leikmannahóp Víkings en það megi þó bæta við hann. „Þegar allir eru heilir þá erum við með mjög flottan hóp, það er engin spurning um það. En okkur þjálfurunum finnst alltaf vanta einn eða tvo. Við þurfum alltaf að vera öruggir með að fylla upp í 18 manna hóp sem getur staðist í þessum raunum að vera í öllum keppnum,“ „Ég myndi sofa betur ef það væri einn á leiðinni en hann þarf bara að vera virkilega góður og keppa um sæti í byrjunarliðinu. Annars er enginn tilgangur með þessu,“ segir Arnar. Möguleikar felist í brottför fyrirliðans En hvar þyrftu Víkingar þá helst að styrkja sig? „Stundum finnst manni maður þurfa á varnarmanni að halda, stundum á miðjumanni. Augljóslega fyrst Júlli er farinn þurfum við að leita þar en með því að Júlli fari finnst mér það gefa okkur ákveðna aðra möguleika,“ segir Arnar en Matthías Vilhjálmsson hefur til að mynda spilað á miðjunni eftir brottför Júlíusar og Pablo Punyed í dýpri stöðu á miðjunni en í fyrra. „Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá Víkingi undanfarin ár og alltaf höfum við fundið svörin við því og mætt til leiks með sterkt lið. Við þurfum bara að hugsa aðeins okkar leik upp á nýtt og finna góðar leiðir til að vera samkeppnishæfir í sumar,“ segir Arnar. Menn dæmi Matthías á síðustu tveimur árum Matthías Vilhjálmsson yfirgaf FH óvænt í vetur til að semja við Víking, hann er annar aðeins tveggja leikmanna sem Víkingur hefur fengið í vetur ásamt Sveini Gísla Þorkelssyni sem kom frá ÍR. Arnar segir Matthías koma með mikið að borðinu þrátt fyrir mögur ár með slöku FH liði síðustu tvö ár. „Hann er svaka sigurvegari, menn gleyma því oft. Hann vann fjölda titla með FH og svo varð hann fjórfaldur meistari með Rosenborg í Noregi. Minnið í íþróttaheiminum er svolítið skammsýnt og það man bara árangur FH síðustu tvö ár og dæmir hann út frá því,“ „Hann er bara mjög hungraður og búinn að koma gríðarlega sterkur inn í okkar klúbb, innan vallar sem utan. Við væntum gríðarlega mikils af honum í sumar,“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira