Draugabær birtist undan snjónum eftir rýmingu svæðisins Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 07:01 Flestir eigendur fjarlægðu hjólhýsi sín af svæðinu síðasta haust. Enn á eftir að fjarlægja fimmtán hjólhýsi. Vísir/Vilhelm Enn á eftir að fjarlægja um fimmtán hjólhýsi af þeim um tvö hundruð sem voru í gömlu hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn. Mikið rusl eftir rýminguna hefur birst eftir því sem snjó hefur tekið að leysa á staðnum í hlýindum undanfarinna vikna. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir að til standi að ráðast í hreinsun á svæðinu á næstunni. „Það voru nokkrir sem höfðu heimild til að vera á svæðinu fram að síðustu áramótum, þó að flestir hafi fjarlægt hjólhýsi sín síðasta haust. Þá var allt á kafi í snjó og gat frosið. Við erum að fara að huga að því núna að benda þeim á að þeir þurfi að fjarlægja það sem þeir eiga eftir þarna á svæðinu. Við vonumst til að það klárist með vorinu,“ segir Ásta. Vísir/Vilhelm Fóru í fússi Sveitarstjórinn segir ljóst sé að einhverjir sem hafi fjarlægt hjólhýsi sín hafi skilið eitthvað af eigum sínum eftir á svæðinu. „Það verður bara hreinsað. Það fraus allt fast og snjóaði í kaf og er nú að koma undan snjónum. Það verður hugað að þessu á næstunni.“ Þá sé ljóst að einhverjir hafi farið í fússi og skilið eftir eitthvað sem þeir vildu ekki hirða. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Bláskógabyggðar tók ákvörðun um það fyrir rúmum tveimur árum að loka skyldi svæðinu. Ákvörðunina mátti rekja til þess að öryggismál á svæðinu væru ekki í lagi, sér í lagi hvað varðar brunavarnir. Ekki hafi verið hægt að bæta úr brunavörnum nema rýma svæðið, deiliskipuleggja upp á nýtt og koma fyrir innviðum á borð við vatnslögnum og annað. Íbúar mótmæltu margir ákvörðuninni harðlega. Vísir/Vilhelm Óljóst hvað verður um svæðið Ásta segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um hvað muni koma í stað hjólhýsabyggðarinnar. „Það hefur verið rætt um að fara í samráð við íbúa um hvað fólk vill sjá þarna. Það hefur ekkert verið unnið meira með það. Við vildum tæma svæðið áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vísir/Vilhelm Ásta segir framkvæmdina í heildina hafa gengið ótrúlega vel. „Það voru um tvö hundruð hýsi þarna og það eru fimmtán eftir núna, þannig að þetta hefur í raun gengið ótrúlega vel. Hún segir margir hafi verið óánægðir með ákvörðunina að láta loka svæðinu enda haft hagsmuni að gæta. „En mótmælin hafa nú lognast út af. Það voru margir sem að seldu og aðrir fundu sér annan stað fyrir hýsin sín,“ segir Ásta. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar, leit við á Laugarvatni á mánudag tók myndirnar hér að neðan sem fylgja fréttinni. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Bláskógabyggð Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23
Ráðuneytið blæs frekari umræðu um hjólhýsin út af borðinu Innviðaráðuneytið telur ekki tilefni til að fjalla aftur formlega um ákvörðun Bláskógabyggðar að krefja eigendur hjólhýsa og tengdra mannvirkja um að fjarlæga þau af hjólhýsabyggð við Laugarvatn. Þetta kemur fram í bréfi ráðuneytisins eftir kvörtun sem barst í lok ágúst. 26. september 2022 16:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent