Ungt fólk í húsnæðisvanda Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 7. mars 2023 09:30 Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég hef orðið verulegar áhyggjur af húsnæðismarkaðnum hér á landi. Þau tæki sem Seðlabanki Íslands hefur til þess að halda verðbólgu í skefjum og koma í veg fyrir óhóflegar lántökur eru stýrivaxtahækkanir. Stýrivaxtahækkanir hafa leitt til hærri vaxta hjá bönkunum með tilheyrandi gróða. Því hærri sem vextirnir eru, því meira fær bankinn til sín og því erfiðara verður fyrir almenning í landinu að borga lánin til baka. Háir vextir gera fólki ekki bara erfitt fyrir með að greiða af lánum, heldur hefur þau áhrif að fólk þarf að skera niður í öðrum heilbrigðum og nauðsynlegum heimilisútgjöldum. Þar getum við sem dæmi nefnt útgjöld á borð við tómstundaiðkun barna, matarinnkaup, tryggingar og jafnvel heilbrigðisþjónustu. Þessi staða skapar ákveðna togstreitu og reiði út í samfélaginu sem ég skil vel. Á sama tíma og fólk á erfitt með að ná endum saman sökum þess að afborganir af húsnæðislánum hafa hækkað verulega berast fréttir af milljarða hagnaði bankanna og annarra fjármálafyrirtækja. Unga fólkið og markaðurinn Þá hef ég verulegar áhyggjur af öllum þeim fjölda fólks sem bæði hefur þá ósk og þrá að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið, en geta það ekki. Ástæðan: fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Seðlabankinn tók þá ákvörðun um að þyngja greiðslumatið og lækka hámarkslánsprósentuna til að kæla markaðinn og koma böndum á þær miklu hækkanir sem verið hafa undanfarna mánuði og ár. Þrátt fyrir að þessar aðgerðir Seðlabankans hafi að einhverju leyti skilað sínu, þá tel ég nauðsynlegt að fara með hámarkslánsprósentuna til baka en tryggja áfram vel að fólk geti staðið við greiðslur afborgana lána. Meiri fyrirsjáanleiki Við þekkjum öll þær miklu sveiflur sem einkennt hafa húsnæðismarkaðinn hér á landi í alltof langan tíma. Þær sveiflur og þann vanda má í raun rekja til fullkomins skorts á yfirsýn yfir þann fjölda íbúða sem byggður hefur verið og er í byggingu á landinu. Fólki fjölgar og eftirspurn eftir húsnæði er og verður áfram til staðar. Tímabundin kæling mun ganga til baka og við munum sjá húsnæðisverð taka að hækka á ný, að minnsta kosti eitthvað áfram. Það sem mun vonandi koma böndum á þessa þróun til framtíðar eru aðgerðir Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, um meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu húsnæðis með gerð rammasamninga við sveitarfélög um slíka uppbyggingu og sérstakri áherslu á gerð húsnæðisáætlana. Þetta mun auka yfirsýn til framtíðar og stuðla að nauðsynlegu jafnvægi á markaði. Það er þörf á aðgerðum Líkt og ég hef áður sagt, þá er nú búið að taka í handbremsuna og það allharkalega af hálfu Seðlabankans. Þetta hefur auðvitað keðjuverkandi áhrif. Við sjáum það víða að samhliða því að fólki er gert erfiðara um vik við að koma sér inn á markaðinn, þá hækkar leiga og fólk hefur minna svigrúm til að leggja fyrir og spara. Sjáið til, það kemur ofan á allar aðrar hækkanir í samfélaginu. Fólk kemst ekki í þær eignir sem nú eru í byggingu - og hvar enda þær og hjá hverjum? Þeir ríku græða, en aðrir sitja eftir. Ég held að það þurfi ekki fleiri orð um það. Staðan núna er einfaldlega vond, í raun mjög vond og hér fyrir neðan eru þær nauðsynlegu aðgerðir sem grípa þarf til og eru tiltölulega einfaldar í framkvæmd: Sveitarfélög þurfa að taka hendur úr vösum, finna leiðir til að tryggja nægilegt framboð byggingarhæfra lóða og gera sérstakt samkomulag við ríkið og HMS um uppbyggingu til framtíðar, svokallað rammasamkomulag. Seðlabankinn þarf að endurskoða hámark veðsetningarhlutfalls og greiðslubyrðarhlutfalls þannig að ekki sé útilokað að ungt fólk geti komið sér þaki yfir höfuðið. Endurskoða þarf úrræði hlutdeildarlána þannig að það virki fyrir fyrstu kaupendur og skapi hvata fyrir byggingaraðila til að fjárfesta í nauðsynlegri íbúðauppbyggingu. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun