Veitingarekstur í Japan í uppnámi vegna „sushi-terrorista“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 07:41 Það þarf bara einn til að eyðileggja fyrir öllum. Getty Veitingakeðjur í Japan sem hafa boðið upp á sushi á færibandi íhuga nú að skipta yfir í hefðbundna þjónustu þar sem maturinn er borinn á borð af þjónum. Ástæðan er faraldur óprúttinna aðila sem leikur sér að því að eiga við matinn. Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað. Japan Matur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Veitingakeðjan Choshimaru, sem rekur 63 veitingastaði í Japan, hefur þegar ákveðið að allur matur verði héðan í frá borinn á borð, þar sem það sé ómögulegt að tryggja að hrekkjalómar eigi ekki við hann ef hann skilar sér á færibandi. Þetta hefur ekki verið vandamál hingað til en neytendur eru nú uggandi vegna fjölda mynskeiða sem hafa ratað á samfélagsmiðla á síðustu misserum, þar sem einstaklingar leika sér að því að eiga við mat þegar hann fer framhjá á færibandinu; til að mynda sleikja hann eða spreyja með handsótthreinsi. Myndskeiðin hafa orðið til þess að hlutabréf í Sushiro, einni stærstu veitingakeðjunni, hafa hríðlækkað. Á meðan sumir hafa ákveðið að falla frá færibandaþjónustunni hafa aðrir gripið til annarra ráða. Forsvarsmenn Kura Sushi hafa til að mynda greint frá því að þeir muni koma upp eftirlitskerfi með gervigreind, sem mun flagga „skrýtna hegðun“ eins og að taka disk af færibandinu en skila honum svo aftur. Hegðun hinna óforskömmuðu hefur einnig haft áhrif á starfsemi annarra veitingastaða, sem hafa ákveðið að fjarlægja meðlæti á borð við sósur og krydd af borðum. Sumir hafa einnig ákveðið að fjarlægja allan borðbúnað sem hefur staðið frammi og afhenda aðeins þegar gestir hafa pantað.
Japan Matur Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira