„Markmiðið er að vinna Eurovision“ Vésteinn Örn Pétursson og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2023 20:56 Diljá hreppti Söngvakeppnisbikarinn í gær, en hann fölnar líklega í samanburði við farmiða til Liverpool í maí. Stöð 2/Ívar Fannar Nýkrýndur sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Liverpool í vor, segir ólýsanlegt að draumurinn sé orðinn að veruleika. Þrátt fyrir mikla spennu á úrslitakvöldinu hafi gleði verið það eina sem komst að. Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Lagið Power með Diljá, var annað tveggja sem komst í tveggja atriða einvígi. Hitt var lagið OK, með Langa Sela og Skuggunum. Eftir einvígið voru það símaatkvæði áhorfenda sem réðu alfarið úrslitum, og álit dómnefndar hafði þar ekkert vægi. Diljá fór með sigur af hólmi eftir einvígið og þar með var ljóst að Diljá fer til Liverpool fyrir hönd Íslands í maí. Hún segir ólýsanlegt að draumurinn um að keppa í Eurovision sé orðinn að veruleika. Tilfinningin að heyra nafn sitt lesið upp eftir einvígið hafi verið ótrúleg. Diljá fagnaði ákaft þegar nafn hennar var lesið upp þegar hún komst áfram í einvígið.Vísir/Hulda Margrét Ekkert vont stress, bara gaman „Þetta var mjög óraunverulegt. Ég var í alvörunni að hugsa, er þetta í alvörunni að gerast? Er mig að dreyma?“ segir hún. Þrátt fyrir að taugarnar hafi verið þandar þá lét Diljá það ekki á sig fá. „Þegar ég var að var að fara í einvígið þá upplifði ég engar neikvæðar tilfinningar, ekkert svona vont stress. Það var bara gleði. Þetta er ótrúlega væmið en það var bara gleði, þetta var bara ógeðslega gaman.“ Diljá flutti lagið Power af miklum krafti.Vísir/Hulda Margrét Stefnir á sigur Diljá er mikill Eurovision-aðdáandi og veit því nákvæmlega við hvað verður að etja, þegar út er komið. „Ég get ekki beðið eftir næstu helgi, af því að úrslitin í Melodifestivalen eru þá,“ segir hún. Diljá setur sér háleit markmið. „Markmiðið er að vinna Eurovision, það er eina stefnan núna. Stefnan er sett þangað núna,“ segir hún.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27 Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02 Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Sjá meira
Diljá fer til Liverpool Diljá Pétursdóttir vann Söngvakeppni sjónvarpsins, sem haldin var í kvöld. Hún verður fulltrúi Íslands í Eurovision sem haldið verður í Liverpool í maí. 4. mars 2023 19:27
Landsmenn í skýjunum með sigur Diljár Landsmenn, allavega þeir sem hafa tjáð sig á netinu, virðast almennt vera hæstánægðir með sigur Diljár Pétursdóttur í Söngvakeppni sjónvarpsins. Meðal þeirra sem óska henni til hamingu er Háskóli Íslands, sem minnir hana á að hægt er að taka fjarpróf alls staðar í heiminum. 4. mars 2023 23:02