Það mátti búast við mikilli spennu í leik Bucks og 76ers enda um liðin í 1. og 3. sæti Austurdeildar að ræða. Eftir hnífjafnan fyrsta leikhluta tók Bucks öll völd á vellinum og var 14 stigum yfir þegar 4. leikhluti hófst. Þar loks small sóknarleikur 76ers en liðið skoraði 48 stig gegn aðeins 31 hjá Bucks og vann góðan þriggja stiga sigur, lokatölur 133-130 Philadelphia í vil.
James Harden fór fyrir liði Philadelphia 76ers og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 38 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst.
What a night for James Harden
— NBA (@NBA) March 5, 2023
38 points
9 rebounds
10 assists
5 threes
Sixers win in Milwaukee. pic.twitter.com/SLY2NHbeWo
Joel Embiid skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Þar á eftir kom Tyrese Maxey með 26 stig.
Joel Embiid in the Sixers win:
— NBA (@NBA) March 5, 2023
31 points
6 rebounds
10 assists
For more, download the NBA app:
https://t.co/EfGWQh1oha pic.twitter.com/i1XaWBOfzZ
Í liði Milwaukee Bucks var gríska undrið, Giannis Antetokounmpo, stigahæstur með 34 stig ásamt því að taka 13 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þar á eftir komu Brook Lopez og Jrue Holiday með 26 stig hvor. Sá síðarnefndi gaf einnig 13 stoðendingar.
Minnesota Timberwolves heldur áfram að vinna leiki en eftir að leggja Los Angeles Lakers í gær þá vann liðið Sacramento Kings í nótt, lokatölur 138-134. Segja má að leikmenn Úlfanna hafi dreift stigunum bróðurlega á milli sín en alls skoruðu sjö leikmenn 10 stig eða meira.
- Anthony Edwards: 27 stig - 8 stoðsendingar – 4 fráköst
- Mike Conley Jr.: 24 stig – 3 stoðsendingar – 3 fráköst
- Jaden McDaniels: 19 stig – 2 stoðsendingar – 4 fráköst
- Kyle Anderson: 18 stig – 9 stoðsendingar – 7 fráköst
- Nickeil Alexander-Walker: 16 stig – 5 stoðsendingar – 3 fráköst
- Rudy Gobert: 13 stig – 14 fráköst
- Naz Reid: 10 stig – 1 stoðsending – 4 fráköst
Hjá Kings skoruðu fjórir leikmenn 20 stig eða meira.
- Kevin Huerter: 29 stig
- De‘Aaron Fox: 25 stig
- Domantas Sabonis: 24 stig og 14 fráköst
- Harrison Barnes: 20 stig
TÍST
Önnur úrslit
Washington Wizards 109-116 Toronto Raptors
Cleveland Cavaliers 114-90 Detroit Pistons
San Antonio Spurs 110-122 Houston Rockets
Miami Heat 117-109 Atlanta Hawks
Big wins around the Association tonight
— NBA (@NBA) March 5, 2023
Peep the updated standings.
https://t.co/qDvqmYBCF2 pic.twitter.com/SpNTLVytLK