Diljá mun flytja lagið Power, sem hún samdi ásamt Pálma Ragnari Ásgeirssyni.
Keppnin var haldin við hátíðlega athöfn í Söngvakeppnishöllinni í Gufunesi í kvöld. Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var í höllinni og fylgst var með gangi mála í vaktinni hér að neðan.
Í fyrri undankeppni komust lögin Lifandi inni í mér með Diljá og Stundum snýst heimurinn gegn þér með Braga áfram. Í þeirri seinni voru það Gleyma þér og dansa, með Siggu Ózk, og OK með Langa Sela og Skuggunum sem komust áfram ásamt laginu Dómsdags Dans með hljómsveitinni Celebs, sem framkvæmdastjórni keppninnar hleypti óvænt áfram.