Er aukin þunglyndislyfjanotkun vandamál? Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 11:01 Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Merkja má verulega aukna áherslu á geðrækt og geðheilsu undanfarin ár og hafa stjórnvöld hér á landi gripið til ýmissa aðgerða til að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Þrátt fyrir aukna áherslu sýna allar mælingar að vandinn er ekki að minnka, heldur þvert á móti. Markmiðið með því að opna á þessa umræðu er meðal annars að minnka fordóma gagnvart geðröskunum en lélegt aðgengi að geðheilbrigðisúrræðum er gjarnan talið mega rekja til fordóma gagnvart geðröskunum. Veruleg aukning þunglyndislyfjanotkunar Það er því ómögulegt að rekja sístækkandi vandann einungis til þess að við erum orðin duglegri að ræða hann en fyrir þrjátíu árum. Bæði hafa ávísuðum dagskömmtum þunglyndislyfja til einstaklinga fjölgað sem og notendum lyfjanna. Embætti landlæknis hefur ítrekað varað við þróuninni, sem og alþjóða heilbrigðisstofnunin. Mesta aukningin á ávísunum kvíða- og þunglyndislyfja er hjá fólki yngri en 29 ára. Þunglyndislyfjanotkun hefur ekki einungis aukist hjá börnum og unglingum og standa aðrir aldurshópar ekki utan þeirrar þróunar. Gríðarlegur munur er á þunglyndislyfjanotkun meðal kynja, en 111,7 dagsskammtar eru á hverja 1000 karla en 211,6 dagsskammtar á hverjar 1000 konur. Sérstaða Íslands Ísland er í sérstöðu þegar kemur að notkun þunglyndislyfja og hérlendis er hún mikil í alþjóðlegum samanburði. Í skýrslu OECD frá árinu 2019 kemur fram að árið 2017 var Ísland með lang mesta notkun þunglyndislyfja meðal annarra OECD ríkja. Þessi sérstaða Íslands kallar á dýpri skoðun, þar sem rót vandans er greindur. Við sem samfélag ættum að kappkosta við að eyða út getgátum og svipta hulunni af því hvað það er sem orsakar aukna vanlíðan í samfélaginu. Ásamt því að skoða hvað veldur, verðum við að mæta aukinni þörf á geðheilbrigðisþjónustu með bættum meðferðarúrræðum og markvissari þjónustu byggða á gagnreyndum aðferðum. Ein forsenda þess að eftirspurnin og þörfin fyrir þunglyndislyfjameðferð minnki í heilsugæslunni er aukið framboð þar á öðrum gagnreyndum meðferðarleiðum. Rannsóknir sýna fram á að almenningur gerir sér grein fyrir því að aðrar meðferðarleiðir reynast oft betri gegn vægu þunglyndi en lyfjagjöf, og þá kemur fram hve stór hluti nefnir mikilvægi reglulegrar hreyfingar og viðtalsmeðferðar. Það er mikill munur á depurðareinkennum og alvarlegum heilsubrest og þess vegna er mikilvægt að vandi hvers og eins sé rétt greindur og viðeigandi meðferð eða úrræði valin. Hvað er til ráða? Heilbrigðisyfirvöld verða að leggja áherslu á fjölbreyttari úrræði og auðvelda aðgengið að þeim. Sala á þunglyndislyfjum mun að öllum líkindum halda áfram að aukast hér á landi nema aðgengi að öðrum meðferðarúrræðum aukist. Lykillinn að bættri geðheilsu þjóðarinnar er ekki byggður á einni aðferð. Einni pillu, einum hreyfiseðli eða niðurgreiddum sálfræðitíma. Lykillinn að bættri geðheilbrigðisþjónustu líkist heldur meira lyklakippu húsvarðarins. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun