Að gefa og þiggja Ragnar Schram skrifar 28. febrúar 2023 07:00 Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Sælla er að gefa en þiggja, segir máltækið. En af hverju ekki að gera bæði? Í sumar munu þau sem gáfu framlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi í fyrra þiggja endurgreiðslu frá Skattinum upp á samtals rúmar 200 milljónir króna*. Það eina sem styrktaraðilarnir þurfa að gera er að hafa styrkt málefnið á síðasta ári. Engin RSK eyðublöð eða -umsóknir þarf að fylla út. Við hjá samtökunum sjáum um það. Of gott til að vera satt? Nei, hér er einfaldlega um að ræða ávöxt lagabreytinga sem tóku gildi síðla árs 2021. Framlög til SOS Barnaþorpanna og annarra skráðra almannaheillafélaga lækka nú tekjuskattsstofn þess sem gefur og leiðir þannig til endurgreiðslu frá Skattinum. Árið 2022 er fyrsta heila árið síðan nýju lögin tóku gildi og það er áhugavert að sjá í fyrsta sinn hver fjárhæðin er til endurgreiðslu á fyrsta heila skattatímabilinu eftir þessa lagabreytingu. Samtals styrktu Íslendingar SOS Barnaþorpin um nálægt 600 milljónir króna í fyrra og í sumar munu þeir því fá þennan glaðning frá Skattinum í formi endurgreiðslu. Um 200 milljónir – það munar um minna! Þetta er óvæntur glaðningur fyrir marga því það vita ekki allir af þessari lagabreytingu. En hvað þýðir þetta fyrir þig? Fyrir SOS foreldri sem styrkir eitt umkomulaust barn í barnaþorpi um 3.900 krónur á mánuði í heilt ár þýðir þetta um 16.000 króna endurgreiðslu frá Skattinum. Þú ert því í raun aðeins að leggja út um 2.600 krónur á mánuði til stuðnings við eitt barn. Hvernig sem þú ráðstafar þessari endurgreiðslu hafa Íslendingar í öllu falli fengið enn eina góða ástæðu til að láta fé af hendi rakna til góðra málefna. Yfirvöld eiga hrós skilið fyrir þessa mikilvægu lagabreytingu. Höfundur er framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. * Sbr. lög nr. 32/2021. Upphæðin er gróflega reiknuð og gengið er út frá því að allir þessir einstaklingar hafi gefið a.m.k. 10.000 krónur til skráðra almannaheillafélaga á síðasta ári og að hámarki 350.000 (700.000 ef um hjón er að ræða). Upplýsingar um framlög til SOS Barnaþorpanna eru forskráðar í reit 155 í kafla 2.6 á tekjusíðu skattframtals.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun