Algengt að þunglyndir greini sig ranglega með kulnun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 20:11 Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. „Við verðum að greina fólk rétt til þess að það geti fengið viðeigandi gagnreynd úrræði," segir Engilbert Sigurðsson prófessor í geðlækningum. Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“ Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira
Engilbert mætti í Reykjavík Síðdegis og ræddi þar meðal annars um muninn á kulnun og þunglyndi. Fram hefur komið að notkun á þunglyndis-og kvíðalyfjum er hlutfallslega meiri hérlendis en annars staðar í heiminum. Engilbert bendir á að margir sem þjáist af þunglyndi eða lyndisröskunum greini sjálfa sig ranglega með kulnun. Það sé mikill munur á þessu tvennu, en ákveðin skörun. „Þegar fólk er sjálft að greina sig með kulnun þá er það þessi hugsun; að fólk þurfi fyrst og fremst á leyfi, oft löngu leyfi að halda og endurskilgreiningu á lífinu. En það er ekki það sem virkar best við þunglyndi. Þar þarf maður í raun og veru að gera eitthvað af því sem er gagnreynt. Í vægustu tilfellunum þá skiptir máli ákveðin grunnfræðsla og viðtalsmeðferð, aukin hreyfing, hugræn atferlismeðferð og þunglyndislyf. En ekki bara það að fara í leyfi.“ Engilbert segir mikilvægt að tala um þessi mál, þó svo að umræðan sé viðkvæm. Hann bendir á að það sé ekki óalgengt að fólk upplifi geðlægðir í gegnum lífið en til að fá að að fá viðeigandi, réttar úrlausnir þá þurfi greiningin að vera rétt. „Það hefur verið að aukast mikið, þetta háa hlutfall fólks sem telur að kulnun sé aðal, eða mikilvægur þáttur í þeirra vanda.“ Aðspurður um mikla aukningu á þunglyndis- og kvíðalyfja notkun á meðan Íslendinga segir Engilbert að í raun sé ekkert einfalt svar við því. Í gegnum árin hafi komið tímabil þar sem neysluaukning hættir og fer svo aftur á stað. Þar spilar inn í til dæmis bankahrunið og heimsfaraldurinn. Það hefur ýtt undir notkun á þessum lyfjum. Þá hefur aukin snjallsímanotkun áhrif, sérstaklega hjá ungu og óþroskuðu fólki, og hefur skapað áreiti fyrir marga. Engilbert bendir einnig á að þunglyndislyf hafi reynst þarna ákveðin úrlausn, sem fólk hefur fengið í gegnum heilsugæsluna. Sálfræðingar eru því miður of fáir og þjónusta þeirra er dýr. Auk þess er sú þjónusta ekki niðurgreidd. „Og á meðan það er ekki, þá er efnahagur að hafa of mikil áhrif á það hversu auðvelt er að hjálpa ungu fólki með bjargráð sem það getur tileinkað sér til lengri tíma,“ segir hann og bendir á að sum af lykilatriðum hugrænnar atferlismeðferðar séu frekar einföld, og ættu í raun að vera kennd í skólum. Þá bendir Engilbert á að þunglyndis-og kvíðalyf séu í raun langeinfaldasta úrræðið og það sé líka það sem fólk kjósi, frekar en að mæta endurtekið í viðtal hjá sálfræðingi og greiða háar upphæðir fyrir. Það eigi sérstaklega við um karlmenn, þar sem konur eru almennt opnari, og líklegri til að leita sér hjálpar. „Við erum ekki góð í að greina okkur sjálf. Við þurfum að fara til fagaðila og ræða málin.“
Reykjavík síðdegis Geðheilbrigði Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Sjá meira