Nánast uppselt á ferna tónleika þrátt fyrir engar auglýsingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2023 17:28 Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, mun halda ferna tónleika í Háskólabíó 10. og 11. mars. Ingó segir 3700 af 4000 miðum selda sem er athyglisvert þar sem tónleikarnir hafa hvergi verið auglýstir. Hann er gífurlega spenntur fyrir tónleikunum þar sem gleði og skemmtun verður allsráðandi að hans sögn. Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó. Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira
Um er að ræða tvenna tónleika sem fara fram í stóra salnum í Háskólabíó, klukkan 19:30 og 22:00 á föstudags- og laugardagskvöldi. Í samtali við Vísi segir Ingó tónleika sérstaka enda sé þetta í fyrsta sinn sem hann haldi tónleika sjálfur, en hingað til hafi hann aðeins komið fram á hátíðum, böllum og á einkasamkvæmum. Ingó hefur selt miða á tónleikana í gegnum Facebook. Selur miða í gegnum Facebook Ingó segist hafa ákveðið að auglýsa hvergi tónleikana heldur sjá alfarið sjálfur um miðasöluna. Hún hafi gengið vel. Aðeins 300 miðar af 4000 séu nú eftir og stefnir allt í að það verði uppselt. Aðspurður hvernig áhugasamir geti nálgast miða segir Ingó að best sé að senda sér skilaboð á Facebook. Hann geti sent miðana í pósti. Hann segir þó suma hafa komið við hjá sér, náð í miðana og fengið sér kaffibolla. Allur fókus á gleði og skemmtun Ingó hefur ekki komið mikið fram opinberlega síðustu tvö ár eftir að margvíslegar ásakanir um kynferðisofbeldi og áreitni voru settar fram á hendur honum. Hann hefur vísað ásökunum á bug og sagt þær ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Ingó hefur, þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið, góða tilfinningu fyrir tónleikunum og segist ekki kvíða neinu. Hann segist ekki hafa orðið var við neina gagnrýni heldur aðeins fengið góð viðbrögð, líkt og miðasalan staðfestir. Hljómsveitin sem verður á sviðinu með Ingó þekkja margir úr þáttunum Í kvöld er gigg sem sýndir voru á Stöð 2. „Fernir tónleikar, flott hljómsveit, flottur salur. Þetta verður gleði og skemmtun og allur fókus á það og ekkert annað,“ segir Ingó.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Lífið Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Sjá meira