Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 07:38 Tommy Fury varð í gær fyrstur til að sigra Jake Paul í hnefaleikahringnum. Getty/Mohammed Saad Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann. Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira
Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann.
Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Allt jafnt á toppnum hjá bæði körlum og konum Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Sjá meira