Tommy Fury fyrstur til að sigra Jake Paul Bjarki Sigurðsson skrifar 27. febrúar 2023 07:38 Tommy Fury varð í gær fyrstur til að sigra Jake Paul í hnefaleikahringnum. Getty/Mohammed Saad Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul tapaði í gær sínum fyrsta hnefaleikabardaga. Hann hafði keppt sex sinnum áður og alltaf unnið en það var litli bróðir heimsmeistarans Tyson Fury, Tommy Fury, sem varð fyrstur til að sigra Paul. Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann. Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Jake Paul hefur verið vinsæll á samfélagsmiðlum í mörg ár, allt frá því að forritið Vine var upp á sitt besta. Tommy Fury gerði garðinn frægan í fimmtu þáttaröð Love Island. Bardagi Paul og Fury hafði lengi verið í uppsiglingu. Þeir áttu fyrst að berjast í desember árið 2021 en Fury hætti við eftir að hafa meiðst. Annar bardagi var skipulagður í ágúst í fyrra en Fury þurfti aftur að hætta við, nú vegna erfiðleika með að ferðast á staðinn. Að lokum náðist að fá þá tvo til að berjast í Sádí-Arabíu. Sá bardagi fór fram í gærkvöldi. Milljónir manna fylgdust með bardaganum í sjónvarpinu og voru einnig fjölmargir mættir á staðinn til að fylgjast með. Bræður kappanna, þungavigtarheimsmeistarinn Tyson Fury, og samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul, voru mættir á svæðið, sem og íþróttamenn á borð við Mike Tyson og Cristiano Ronaldo. Bardaginn var ekkert sérstaklega spennandi, þeir áttu erfitt með að koma almennilegum höggum á hvorn annan en voru þó afar jafnir allan tímann. Rétt er að taka fram að Fury er fyrsti alvöru hnefaleikakappinn sem Paul mætir, hann hafði fyrir þetta einungis mætt öðrum samfélagsmiðlastjörnum og gömlum MMA-köppum. Hvorugum þeirra tókst að rota hinn í átta lotum og því var það undir dómurunum komið hver sigurvegarinn var. Tveir dómarar dæmdu Fury sigur og einn Paul. Fury sótti þar með sinn níunda sigur á ferlinum á meðan Paul þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Í samningi þeirra er ákvæði um að taparinn megi krefjast þess að berjast aftur sem Paul hefur sagst ætla að nýta sér. „Ég ber virðingu fyrir Tommy. Hann vann. Ekki dæma mig út frá sigrunum mínum, dæmið mig út frá töpunum mínum. Ég mun koma til baka. Ég held við eigum skilið að fá að berjast aftur. Þetta var frábær og jafn bardagi. Ég veit ekki hvort ég sé sammála dómurunum. Þetta er eins og það er, þetta eru hnefaleikar. Ég hef þegar sigrað lífið,“ sagði Paul eftir bardagann.
Box Sádi-Arabía Samfélagsmiðlar Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum „Ég elska að vera í Njarðvík“ Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Fer frá KA í haust „Við skulum ekki tala mikið um það“ Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira