„Sama hvar þú ert í þjóðfélaginu þarftu spark í rassgatið öðru hverju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. febrúar 2023 10:01 Arnar Gunnlaugsson Vísir/Sigurjón Víkingar þurftu spark í rassgatið eftir misgóða frammistöðu á Reykjavíkurmótinu í vetur segir þjálfari liðsins, Arnar Gunnlaugsson. Liðið hefur tekið við sér síðan og vann Fram í fyrrakvöld þrátt fyrir að þjálfarinn hafi verið uppi í stúku. Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Víkingur vann Fram nokkuð örugglega 3-0 í Úlfarsárdal í fyrrakvöld og eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í C-riðli Lengjubikarsins - eftir að hafa einnig unnið Njarðvík og Stjörnuna. Arnar var hins vegar í banni í gær eftir að hafa fengið rautt spjald í sigrinum á Stjörnunni á fimmtudaginn í síðustu viku. „Ég missti mig aðeins í leik á móti Stjörnunni í síðustu umferð og þurfti að bíta í það súra epli að vera í stúkunni. Vonandi er ég búinn að taka út kvótann fyrir sumarið,“ segir Arnar. En vex maður aldrei upp úr því að láta menn heyra það? „Nei.“ segir Arnar og hló við. „Mantran mín fyrir hvern einasta leik er að vera bara rólegur og segja ekki neitt en svo byrjar leikurinn og þá bara taparu þér.“ Klippa: Hjálpar okkur til að monta okkur aðeins meira Fljótt í skrúfuna ef maður fær sér steik og rautt í hvert mál Víkingur tapaði fyrir Fram, 4-1, í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins áður en liðið hóf keppni í Lengjubikarnum. Arnar kvaðst þá í viðtali við Fótbolti.net hafa miklar áhyggjur af stöðu mála og að sínir menn hefðu verið til skammar. „Ég held að sama hvaða stigi þú ert á í þjóðfélaginu þarftu smá spark í rassgatið öðru hverju. Það er líka eðlilegt, það er mannlegt eðli að gera aðeins vel við þig í mat og drykk ef við notum smá myndlíkingu,“ „En ef þú færð rauðvín og steik í hverja máltíð í tvo mánuði þá er allt fljótt að fara í skrúfuna,“ „Það vantaði þessi fimm prósent sem þarf til að vinna leiki og titla. Því tók ég þessa ákvörðun og menn eru búnir að svara því virkilega vel,“ segir Arnar. Lech Poznan í 16-liða úrslit á meðan Víkingar sinna undirbúningi Víkingur féll grátlega úr keppni fyrir Lech Poznan í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Pólska liðið komst hins vegar í 16-liða úrslit keppninnar í gær með sigri á Bodö/Glimt. „Okkur tókst það sem að Bodö/Glimt tókst ekki: að vinna þá á heimavelli. Svo eftir leikinn í gær fengum við þær fregnir að þeir væru komnir áfram sem sýnir bara hvað það er rosalega stutt á milli í þessum fótboltaheimi,“ „Ég hélt með þeim í gær og það hjálpar okkur að monta okkur aðeins meira, hvað þessi árangur okkar síðasta sumar var gríðarlega sterkur. Jafnframt sýnir það hvað menn þurfa í viðbót til að taka þetta einu skrefi lengra,“ segir Arnar. Á meðan Lech hefur farið langt í Evrópu vaða Víkingar eld og brennistein hér heima. „Þetta er búið að vera mjög skrýtið undirbúningstímabil. Mikið um veikindi, veðurfar ömurlegt, Júlli er farinn og menn ekki alveg að ná takti. En þegar allir eru heilir erum við með mjög flottan hóp,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu við Arnar þar sem hann ræðir Evrópumarkmið næsta árs á meðal annars. Það má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti