Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 15:22 Silja Rós og Kjalar stíga á svið í Söngvakeppni sjónvarpsins á morgun. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“ Tónlist Idol Eurovision Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“
Tónlist Idol Eurovision Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Menning Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Lífið Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Tónlist Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira