Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband við Söngvakeppnislag Silju Rósar og Kjalars Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 15:22 Silja Rós og Kjalar stíga á svið í Söngvakeppni sjónvarpsins á morgun. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Together We Grow sem þau Silja Rós og Kjalar munu flytja í Söngvakeppni Sjónvarspins á morgun, laugardaginn 25.febrúar. Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“ Tónlist Idol Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nú á dögunum tóku Silja Rós & Kjalar upp lifandi órafmangaða útgáfu af Together we grow í Stúdíó Bambus. Alda Valentína Rós sá um upptökur og eftirvinnslu á myndefni og Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur og mix af laginu sjálfu. „Lagið fjallar um það að fylgja hjartanu sínu í einu og öllu og það eru skilaboðin sem ég vil skilja eftir hér líka.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Silja Rós & Kjalar - Together We Grow ( LIVE) Lagið varð til í Kaupmannahöfn þar sem Silja Rós var búsett í tvö ár. Hún samdi það ásamt danska lagahöfundinum Rasmus Olsen. Þau kynntust fyrstu vikuna sem Silja Rós var búsett í Danmörku og byrjuðu strax að vinna saman. „Rasmus er líkt og ég mikill Eurovision aðdáandi og við ákváðum að semja tvö lög með Eurovision í huga. Í haust lét ég verða að því og sendi lögin inn í keppnina og fékk svo ansi skemmtilegt símtal frá Rúnari þegar lagið komst inn í keppnina. Það kom skemmtilega á óvart og ég er eiginlega ennþá að meðtaka það að við séum að fara að keppa á laugardaginn,“ segir Silja Rós. Kjalar þekkja flestir, en hann söng sig inn í hjörtu fólks í Idolinu á Stöð 2 og endaði í öðru sæti. Kjalar og Silja Rós hafa þekkst í tvö ár en þau hafa bæði stundað nám í Tónlistarskóla MÍT/FÍH. „Lagið var upphaflega sóló lag, en ég fékk sterka tilfinningu í haust að lagið ætti að vera dúett, mér fannst textinn kalla á það. Svo þegar lagið komst inn þá fórum við að velja dúett félaga og þá var Kjalar fyrsta nafnið sem kom upp í hugann. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að deila sviðinu með honum á laugardaginn og veit ekki um betri ferðafélaga í þessu ævintýri.“ Spennt að fara á svið Hópurinn er fullur eftirvæntingar fyrir stóru stundinni á laugardaginn. Æfingar á atriðinu hafa staðið yfir síðan í janúar og mega áhorfendur búast við draumkenndu atriði í takt við lagið. „Við höfum verið í svo ótrúlega góðum höndum seinustu mánuði og unnið með dásamlegu fólki að atriðinu. Það hefur verið magnað að vinna með Lee Proud danshöfundi og Salóme Þorkelsdóttur, ég er mjög stolt af atriðinu okkar. Kristjana Stefánsdóttir raddþjálfi hefur líka staðið þétt við bakið á okkur, en hún er búin að fylgja Kjalari bæði í Söngvakeppninni og Idol. Núna erum við bara spennt að komast upp á sviðið og deila listinni.“
Tónlist Idol Eurovision Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira