Klitschko segir Bach spila leik við Rússa Valur Páll Eiríksson skrifar 23. febrúar 2023 11:01 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kíev, kallar eftir harðari aðgerðum og vill fá Thomas Bach í heimsókn. Markus Schreiber/AP Bræðurnir Vitali og Vladimir Klitschko kalla eftir harðari aðgerðum Alþjóðaólympíunefndarinnar gegn Rússum. Sá fyrrnefndi hefur boðið forseta nefndarinnar, Thomasi Bach, í heimsókn til Kiev. Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira
Vitali Klitschko er borgarstjóri Kiev og hefur boðið Bach til höfuðborgarinnar. Ástæða boðsins eru hugmyndir Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) um að leyfa Rússum að taka þátt undir hlutlausum fána á Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Ísland var á meðal 34 ríkja sem skrifaði til IOC þar sem áformunum er mótmælt og frekari skilgreiningar á því hverjir flokkist sem hlutlausir íþróttamenn í því samhengi. „Ég mun glaður taka á móti Thomasi Bach í Kiev, að fá hann til Úkraínu svo hann geti séð með eigin augum þau þorp og borgir sem hafa verið lögð í rúst, til að sjá hversu margir hafa verið drepnir,“ segir borgarstjórinn Vitali Klitschko. „Hann virðist ekki skilja stöðuna, eða er að spila einhvern leik með Rússum,“ bætir hann við. Bróðir Vitali, Vladimir Klitschko, varð Ólympíumeistari í hnefaleikum í Atlanta árið 1996. Hann deildi færslu á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann gagnrýndi nafna sinn Vladimir Pútín, Rússlandsforseta. „Rússar eru leiddir af glæpamanni sem lifir í furðuheimi. En þessi falski veruleiki getur af sér raunveruleg fórnarlömb,“ segir meðal annars í færslunni. Báðir bræður hafa gagnrýnt rússneskt íþróttafólk sem hefur sinnt herskyldu eða látið sjá sig á fjöldafundum til stuðnings stríðinu. Þá hafa einhverjir rússneskir íþróttamenn sýnt svokallað Z-merki sem er talið vera stuðningsyfirlýsing við innrás Rússa. Rússneski fimleikakappinn Ivan Kuliak var dæmdur í ársbann frá íþróttaiðkun fyrir að bera Z-merkið við verðlaunaafhendingu á móti í fyrra.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Ólympíuleikar 2024 í París Ólympíuleikar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Sjá meira