Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ segir Alyse. Instagram Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“ Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Alyse Dietel er 29 ára gömul listakona frá San Mateo í Kaliforníu. Hún rakti söguna í færslu á Instagram á dögunum og hafa fjölmargir erlendir netmiðlar greint frá. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ ritar hún í upphafi færslunnar. Undir lok seinasta árs bauðst Alyse að koma til Íslands í tvo mánuði og sækja vinnustofu hjá Nes listamiðstöð á Skagaströnd ásamt fleiri listamönnum. Nýtti hún tímann þar vel og vann að teikningum sínum. Í síðasta mánuði var síðan komið að heimkomu og flaug Alyse frá Keflavík til Kaupmannahafnar. Þar sem teikningarnar sem hún hafði unnið að á Íslandi voru henni dýrmætar ákvað hún að hafa þær með sér í handfarangri. Hún setti þær í pappahólk sem hún kom vandlega fyrir í farangursrýminu fyrir ofan flugvélasætið. Um var að ræða afrakstur allrar þeirra vinnu sem hún hafði unnið á Íslandi. View this post on Instagram A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) Það var síðan ekki fyrr en hún var komin út úr flugvélinni í Danmörku að hún uppgötvaði sér til skelfingar að teikningarnar höfðu orðið eftir í vélinni. Alyse segist hafa haft samband við SAS flugfélagið og einnig sent fyrirspurn á flugvöllinn í Kaupmannahöfn, en enginn hafi getað aðstoðað hana. Í örvæntingu sinni setti hún inn færslu á Instagram. „Ég vonaði að eitthvað kraftaverk myndi leiða til þess að rétt manneskja myndi sjá færsluna og hjálpa mér.“ Klökk af þakklæti Hún segist hafa orðið vondaufari með hverjum deginum. En kvöld eitt skrifaði ókunnugur maður að nafni Irek Machal athugasemd við færsluna. Irek, sem vinnur á flugvellinum í Kaupmannahöfn, tjáði Alyse að hann myndi fara daginn eftir og reyna að hafa uppi á teikningunum innan um óskilamuni. Einnig ætlaði hann að leita til starfsmanna sem hann þekkti hjá SAS og sjá hvort þeir gætu hjálpað til við leitina. Daginn eftir sendi Irek henni mynd í gegnum Instagram, þar sem við blasti pappahólkurinn. Hann var kominn í leitinar. „Ég býst við að takmarkinu sé náð. Hvert á ég senda þetta?“ skrifaði Irek við myndina. Alyse, klökk af þakklæti, bauðst til að greiða Irek sendingarkostnaðinn. Hann afþakkaði það pent og bað hana um að láta peningana renna til góðgerðarmála í staðinn. Alyse gat þó ekki setið á sér og ákvað að senda Irek heimabakað góðgæti sem þakklætisvott. Instagram Alyse endar færsluna á því að þakka öllum þeim sem skrifuðu athugasemdir, líkuðu við og deildu upprunalegu færslunni, og stærstu þakkirnar fær að sjálfsögðu Irek Michal. „Talandi um hvunndagshetju!“
Ferðalög Danmörk Bandaríkin Myndlist Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira