Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að búist hafi verið við allt að þrjú þúsund syngjandi börnum í Kringlunni í dag. Fyrstu börnin voru mætt í verslunarmiðstöðina fyrir hádegi að syngja. Síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni klukkan tvö.
Krakkarnir í Kringlunni voru í alls kyns búningum. Til dæmis má nefna kúreka, kisur, trúða, gamlar konur og löggur. Þá mátti sjá strump bregða fyrir, hann var þó ekki sá eini sem var málaður blár í framan þar sem einnig mátti sjá karaktera úr Avatar-heiminum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr Kringlunni sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag.



















