Segir varla nokkurn hagnað af rekstrinum og sárnar umræðan Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 12:12 Mikinn reyk lagði frá Vatnagörðum á föstudagsmorgun. Vísir/Vilhelm Eigandi Betra lífs, einkarekins úrræði fyrir fólk með fíknivanda þar sem mikill bruni varð á föstudag, segir varla nokkurn, ef einhvern, hagnað af starfseminni. Þá sé það fráleitt að leiga sé of há og hann myndi gjarnan vilja halda úti sólarhringsvöktun í húsnæðinu en skorti fjármagn til þess. Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“ Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Hátt á þriðja tug manns eru til heimilis að Vatnagörðum 18, þar sem eldurinn kviknaði á föstudagsmorgun. Íbúarnir eru allir í viðkvæmri stöðu, margir glíma við fíknivanda, og höfðu fáir í önnur hús að venda. Arnar Gunnar Hjálmtýsson eigandi Betra lífs segir að búið sé að finna bráðabirgðahúsnæði fyrir alla íbúana. Hann vonast til að komast inn í húsnæðið sem fyrst en lögregla er enn með vettvanginn til rannsóknar. Arnar telur að um íkveikju hafi verið að ræða. Voru brunavarnir fullnægjandi í húsnæðinu? „Það eru Stúdíó F arkítektar sem hanna brunavarnir í þessu húsnæði. En eins og kom í ljós þarna þá sluppu allir ómeiddir og komust út. Og það eru allar flóttaleiðir mjög góðar í húsinu,“ segir Arnar. Betra líf hefur setið undir talsverðri gagnrýni eftir brunann. Íbúi í Vatnagörðum sagðist í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag borga 140 þúsund krónur í leigu fyrir herbergi undir tíu fermetrum að stærð. Arnar segir þar með ekki öll sagan sögð. „Þessir einstaklingar sem eru þarna þeir eru með húsaleigubætur frá 80 þúsund upp í 120 þúsund á mánuði. Fólk sem er að leigja þarna, eins og drengurinn sem kom fram í sjónvarpsviðtalinu, hann er í herbergi sem er 12,3 fermetrar. Ég er að horfa hérna á teikningu af húsinu. Hann er ekki bara að leigja þetta herbergi, hann er að leigja alla sameignina líka,“ segir Arnar. Sjálfur í sjálfboðavinnu Arnar segir Betra líf svokallað „housing first“ úrræði. Ekkert eftirlit eða utanumhald er með íbúum. Sá þáttur starfseminnar hefur einna helst verið gagnrýndur. „Það sem ég hef verið að gera er að veita fólki sem vill fara í meðferð, en þarf að bíða eftir að komast í meðferð, húsaskjól. Frá því ég opnaði 2019 hef ég verið að biðja Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið um aðstoð til að geta verið með sólarhringsvakt í húsinu. Og þau hafa ekki getað aðstoðað mig með það. Samt eru þetta skjólstæðingar frá þessum aðilum,“ segir Arnar. „Ég er í sjálfboðavinnu þarna sjálfur. Þeir sem eru aðallega að hjálpa mér eru sonur minn og kærastan hans í sjálfboðavinnu. Það er enginn hagnaður. Enda er engin ásókn í það að hjálpa svona fólki. Enda geturðu bara reiknað þetta sjálf út. Ef þú ert að borga 3,7 milljónir í afborganir á mánuði og getur verið með 4,2 milljónir í tekjur ef það næst að rukka allt inn, þá er þetta ekki mikill hagnaður.“ Honum sárni umræða síðustu daga. „Mér finnst náttúrulega leiðinlegt að þurfa að taka til varna þegar fólk er að brigsla svona hlutum. Það fólk sem er í kringum mig finnst þetta mjög leiðinlegt og veit að þetta er allt saman lygi. Og ég vil reyna að leiðrétta þessa hluti.“
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir „Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15 Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00 Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
„Það á enginn þetta skilið“ Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. 18. febrúar 2023 19:15
Bruninn gullið tækifæri til að bregðast við Öryggissérfræðingur segir mun minni kröfur gerðar til húsnæðis sem einkaaðilar nota sem áfangaheimili en til úrræða sem eru á vegum ríkis eða sveitarfélaga. Mögulega sé tilefni til að breyta byggingarreglugerð til að mæta breyttum aðstæðum. 19. febrúar 2023 21:00
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17