Fimm fermetra herbergi fyrir 140 þúsund krónur: „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. febrúar 2023 20:52 Sanna Magdalena Mörtudóttir er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Stöð 2/Bjarni Íbúi áfangaheimilis, þar sem eldur kom upp í morgun, segist greiða 140 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir fimm fermetra herbergi. Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir leiguna gríðarlega háa og að erfitt sé fyrir fólk í viðkvæmri stöðu að standa undir henni. Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan: Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Ragnar Eldur Linduson var sofandi í herbergi sínu á áfangaheimili Betra lífs í Vatnagörðum í morgun þegar eldur kom upp í húsinu. Hann er einn um þrjátíu íbúa áfangaheimilisins, sem eru flestir með fíknivanda og sumir þeirra eru flóttamenn. Í samtali við fréttastofu segir Ragnar Eldur að hann greiði ansi háa leigu fyrir herbergi sitt á áfangaheimilinu. „Hún er nefnilega frekar há. Ég er að borga 140 þúsund í leigu fyrir herbergi sem er fimm til tíu fermetrar að stærð,“ segir Ragnar og kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins tekur undir ákall Ragnars Elds. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði hún að gríðarlegur skortur væri á húsnæði í Reykjavík og að erfitt væri að fá stuðning þegar fólk reynir að komast í meðferð við fíknivanda. „Þannig að við sjáum einhvern veginn að þessi grunnkerfi eru ekki til staðar og við vitum að það er fólk sem gistir til dæmis í óleyfisbúsetu og auðvitað ertu náttúrulega að reyna að finna þér eitthvert húsaskjól. En við vitum að það þarf miklu sterkari umgjörð utan um þetta allt saman,“ segir hún. Erfitt að greiða háa leigu í viðkvæmri stöðu Innt eftir viðbrögðum við frásögn Ragnars Elds segir Sanna Magdalena að leigan sem hann greiðir sé of há. „Þetta er náttúrulega gríðarlega hátt, sérstaklega ef þú ert að koma úr viðkvæmri stöðu. Þá er mjög erfitt að vera að greiða hátt verð fyrir húsaskjól. En við vitum hvernig staðan er í dag, að það er ekki verið að byggja fyrir þau sem eru í þörf,“ segir hún. Að lokum segir Sanna Magdalena að hún muni beita sér fyrir því að Reykjavíkurborg byggi meira félagslegt húsnæði. „Það þarf að vera til í húsnæði sem er á viðráðanlegu verði,“ segir hún. Viðtal við Sönnu Magdalenu má sjá í lok innslags um brunann í Vatnagörðum í spilaranum hér að neðan:
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Húsnæðismál Fíkn Tengdar fréttir Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Sjá meira
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. 17. febrúar 2023 14:13