Messías kom AC Milan til bjargar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. febrúar 2023 18:55 Bjargvættur Mílanó-liðsins. Giuseppe Cottini/Getty Images AC Milan vann 1-0 útisigur á Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. AC Milan er hægt og rólega að rétta úr kútnum eftir skelfilegt gengi að undanförnu. Liðið vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í Meistaradeild Evrópu á dögunum og endurtók leikinn gegn Monza í dag. Eina mark dagsins skoraði Brasilíumaðurinn Junior Messías á 31. mínútu leiksins. Messias secures the lead for @acmilan in the first half #MonzaMilan pic.twitter.com/ffTppOY8Iq— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 18, 2023 Með sigrinum þá jafnar AC Milan nágranna sína í Inter að stigum en liðin eru í 2. og 3. sæti með 44 stig hvort. Inter á þó leik til góða. Napoli er hins vegar á toppi deildarinnar með 62 stig. Ítalski boltinn Fótbolti
AC Milan vann 1-0 útisigur á Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í dag. AC Milan er hægt og rólega að rétta úr kútnum eftir skelfilegt gengi að undanförnu. Liðið vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í Meistaradeild Evrópu á dögunum og endurtók leikinn gegn Monza í dag. Eina mark dagsins skoraði Brasilíumaðurinn Junior Messías á 31. mínútu leiksins. Messias secures the lead for @acmilan in the first half #MonzaMilan pic.twitter.com/ffTppOY8Iq— Lega Serie A (@SerieA_EN) February 18, 2023 Með sigrinum þá jafnar AC Milan nágranna sína í Inter að stigum en liðin eru í 2. og 3. sæti með 44 stig hvort. Inter á þó leik til góða. Napoli er hins vegar á toppi deildarinnar með 62 stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti