Vindorkuver heyra undir rammaáætlun - sem betur fer! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 15. febrúar 2023 11:31 Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Skoðun Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Haldbesta stjórntækið sem íslenskt samfélag hefur komið sér upp til að ákveða hvar og hvort orkuver eigi að rísa á tilgreindum stöðum er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, oftast kölluð rammaáætlun. Áætlunin er ekki gallalaus en hefur líka marga kosti og það er þess vegna sem það er farsælast að öll orkuver sem selja orku inn á landsnetið séu metin og raðað í rammaáætlun; líka vindorkuver og litlar virkjanir sem ekki eru til heimabrúks. Fagleg ákvarðanataka er forsenda farsællar niðurstöðu Allra mikilvægasti og langstærsti kostur rammaáætlunar er að grunnur hennar er fagleg ákvarðanataka og samanburður kosta sem veitir yfirsýn. Fjölmargir sérfræðingar koma að því að meta verðmæti náttúru- og menningarminja á þeim landsvæðum sem virkjanaaðilar telja vænleg fyrir orkuver, sem og áhrif á aðra nýtingu, samfélag og efnahag. Laus við hagsmunaárekstra Annar stór kostur er að verkefnisstjórn rammaáætlunar (og faghópar hennar) hefur ekki beina hagsmuni af því að ákveðið landsvæði sé virkjað. Eins og lögum er háttað í dag eru það eingöngu sveitarstjórnir sem taka ákvarðanir um orkunýtingu ef nýtingin fellur ekki undir rammaáætlun. Á því fyrirkomulagi eru fjölmargir gallar, t.d. fjárhagslegir hagsmunir sveitafélagsins þar sem einstök framkvæmd getur aukið tekjur sveitafélagsins verulega . Jafnframt er um gríðarlega flóknar ákvarðanir að ræða sem lítil sveitafélög hafa í mörgum tilfellum takmarkaða getu til að meta. Horfum á hlutina heildstætt Þriðji stóri kostur rammaáætlunar er heildaryfirsýn. Í ferlinu við mat á landsvæðum skoða verkefnisstjórn og faghópar marga virkjanakosti samtímis og meta hvaða áhrif ein áform hafa á allt landið samhliða öðrum áformum og þeim orkuverum sem fyrir eru. Því er rammaáætlun eina stjórntækið sem getur metið heildaráhrif af áformaðra vindorkuvera á t.d. víðerni landsins. Tugir vindorkuvera eru á teikniborðinu á Íslandi en enginn aðili nema verkefnisstjórn rammaáætlunar hefur burði eða heimild til að meta heildstætt áhrif þeirra víðerni og önnur náttúruverðmæti. Það sama gildir um heildaráhrif vindorkuvera á raforkuöryggi. Áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða er auðvitað ekki gallalaus. Til dæmis hefur verið kvartað yfir því að ferlið sé tímafrekt. En faglegar og vel ígrundaðar ákvarðanir taka tíma og verða fá að gera það, enda mikið í húfi. Hins vegar hefur dregist fram úr hófi hjá Alþingi að afgreiða áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - tafirnar eru ekki hjá verkefnastjórn eða faghópum. Það er því ekki ferlið sjálft sem er óþarflega tímafrekt, heldur pólitíkin. Vindorkuver eru orkuver sem nýta land, breyta ásýnd þess og hafa veruleg áhrif á lífríkið, upplifun af landinu og geta haft veruleg áhrif á lífsgæði og möguleika komandi kynslóða. Það er því engin spurning um að þau eiga að heyra undir lög um vernd og orkunýtingu landsvæða, en auk þess hefur rammaáætlunarferlið marga kosti sem nauðsynlegt er að nýta við ákvarðanatöku um vindorkuver. Látum ekki þennan nýja iðnað falla í sama stjórnleysi og fiskeldi. Vindorkuver heyra undir rammaáætlun, sem betur fer. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun