Fundu fólk á lífi eftir átta daga Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 10:20 Muhammed Enes Yeninar, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras í Tyrklandi. Minnst þremur var bjargað í morgun, eftir að hafa verið fastir í rústum í tæpar tvö hundruð klukkustundir. AP/Ismail Coskun Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi. Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50
Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18