Fundu fólk á lífi eftir átta daga Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2023 10:20 Muhammed Enes Yeninar, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras í Tyrklandi. Minnst þremur var bjargað í morgun, eftir að hafa verið fastir í rústum í tæpar tvö hundruð klukkustundir. AP/Ismail Coskun Björgunarsveitarmenn, hermenn og aðrir leitarmenn í Tyrklandi fundu í morgun fólk á lífi í rústum húsa sem hrundu fyrir átta dögum síðan. Minnst þrír fundust á lífi í rústum húsa en leitað er í þremur héruðum Tyrklands. Sérfræðingar segja litlar líkur á því að margir muni finnast á lífi. Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu. Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fjöldi látinna í bæði Tyrklandi og Sýrlandi er kominn yfir 37 þúsund, samkvæmt Reuters, og mun að líkindum hækka enn frekar á komandi dögum. Þann 6. febrúar varð 7,8 stiga skjálfti á svæðinu og nokkrum klukkustundum síðar varð annar skjálfti sem varð 7,5 stig. Mikill fjöldi eftirskjálfta hefur einnig greinst á svæðinu. Minnst 41.500 byggingar eru ónýtar í Tyrklandi. AP fréttaveitan segir átján ára mann hafa fundist í Adiyaman héraði en erfiðlega gekk að ná honum úr rústunum. Hann fékk næringu í æð áður en björgunarmenn byrjuðu að fjarlægja brak en rústirnar voru mjög óstöðugar. Hann hafði legið í rústunum í tæpar 199 klukkustundir þegar honum var bjargað. Þá var tveimur bræðrum, 17 og 21 árs, bjargað úr rústum húss í Kahramanmaras, nærri uppruna fyrsta jarðskjálftans. Þeir höfðu legið í rústunum í um 198 klukkustundir. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en heilsuástand þeirra liggur ekki fyrir. 198 saat sonra Ad yaman dan bir mucize haberi daha geldi. 18 ya ndaki Muhammed Cafer Çetin ekipler taraf ndan enkazdan kurtar ld . pic.twitter.com/SsZD4Atx88— TRT Haber Canl (@trthabercanli) February 14, 2023 Leitaraðilar eru að draga saman seglin og er áherslan í viðbrögðunum við jarðskjálftunum að færast yfir á að sinna þeim sem hafa í engin hús að venda. Margir hafa þurft að sofa undir berum himni en mjög kalt hefur verið á svæðinu. Til viðbótar við kuldann eru innviðir mjög skemmdir og hafa margir ekki aðgang að hreinu vatni. Neyðaraðstoð er byrjuð að berast á svæðið og til Sýrlands þar sem Bashar al Assad, forseti, hefur opnað tvær landamærastöðvar til viðbótar svo að aðstoð geti borist til yfirráðasvæðis uppreisnar- og vígamanna í norðurhluta landsins. Yfirmaður aðstoðarstarfs Sameinuðu þjóðanna í Aleppo í Sýrlandi, sagði í morgun að björgunarstarfi þar væri að ljúka og nú yrði áherslan lögð á að huga að fólki á svæðinu.
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Sýrland Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50 Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Fannst lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir um að finna fleiri dvína Sífellt færri finnast nú lifandi í rústunum í Tyrklandi en vika er liðin frá mannskæðustu jarðskjálftum á svæðinu í áratugi. Kona fannst í dag lifandi eftir 174 klukkustundir en vonir fara dvínandi og spjótin beinast að gölluðum mannvirkjum. Íslenskt sérfræðingateymi stýrir enn aðgerðum rústabjörgunarsveita en færði sig um set í gær. 13. febrúar 2023 12:50
Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. 13. febrúar 2023 08:18