Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:23 Glen VanHerck og fleiri á leið á fund vegna fljúgandi furðuhlutanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira
Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Sjá meira
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02