Heimurinn varð jákvæðari eftir að Villi Neto hitti Kristján Óla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. febrúar 2023 22:35 Tveir heimar mætast í nýjasta myndbandi Geðhjálpar. skjáskot Í nýju myndbandi Geðhjálpar er það heldur betur ólíklegt dúó sem fer á kostum, þeir Vilhelm Neto grínisti og Kristján Óli Sigurðsson, fótboltaspekúlant. Vilhelm segir að heimurinn hafi orðið örlítið jákvæðari eftir að hafa hitt Kristján Óla. Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is. Geðheilbrigði Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira
Í G-Vítamín dagatali Geðhjálpar bjóða landssamtökin upp á hollráð yfir þorrann til að bæta geðheilsu, og njóta til þess fulltingis Vilhelms Neto leikara og Hannesar Þórs Halldórssonar, leikstjóra. Í myndböndunum er tekið er fyrir eitt hollráð í einu og bregður jafnan fyrir þjóðþekktum einstaklingum sem leika á móti Villa Neto. Í nýjasta myndbandi dagatalsins er áherslan lögð á að hrósa. Kristján Óli, sem er einn stjórnenda hlaðvarpsins Þungavigtin er ekki þekktur fyrir að skafa utan af hlutunum, hvort sem um er að ræða frammistöðu knattspyrnumanna eða leikara í skaupinu. Kristján virtist einmitt ekki hrifinn af framlagi Vilhelms Neto í áramótaskaupinu síðasta og sagðist á Twitter enn eiga eftir að hlægja að honum. Vilfred Neto = Leiðindi. Takk. Sleppi því að horfa miðað við viðbrögðin. #Skaupið— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) December 31, 2021 Nú hafa þeir kumpánar slíðrað sverðin og lagt fúkyrðin til hliðar. Í myndbandinu hrósar Kristján Villa fyrir frammistöðu sína í þáttunum „Hver drap Frikka Dór?“ og því næst Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara sem hefur fær alla jafna sinn skerf af gagnrýni eftir slæma leiki landsliðs karla í knattspyrnu. „Maður var eitthvað illa fyrir kallaður þarna, það er bara eins og það er. En ég held að þú eigir skilið að fá hrós núna,“ segir Kristján í myndbandinu eftir að Villi hefur lesið leiðindin frá Kristjáni. Villi birti myndbandið í heild sinni á Twitter: Ólíklelagasta dúó landsins hendir í myndband fyrir Geðhjálp.Höfðinginn & Neto pic.twitter.com/sImaN00oga— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) February 12, 2023 „Ég vissi ekki hvar samband okkar stóð,“ segir Villi í samtali við fréttastofu. „Mér fannst heimurinn aðeins jákvæðari eftir að hafa hitt hann. Það var bara mjög gott að hittast, það er gaman að sjá að allir eru til í að hjálpa með eitthvað svona mikilvægt verkefni.“ Fleiri myndbönd geðhjálpar má nálgast á gvitamin.is.
Geðheilbrigði Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Fleiri fréttir Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Sjá meira