Þeir Teitur Örlygsson og Darri Freyr Atlason voru sérfræðingar í þættinum og þeir ásamt Kjartani Atla Kjartassyni fóru yfir allt það helst sem gerðist í 16.umferð Subway-deildarinnar sem er gríðarlega jöfn.
Þórsarar frá Þorlákshöfn hafa verið að stíga upp síðustu vikurnar og þeir voru áberandi á listanum. Frábær sending Vincent Shahid komst á listann sem sending og troðsla Haukamanna gegn Keflavík.
KR-ingurinn Brian Fitzpatrick átti flotta troðslu gegn Hetti og Kári Jónsson skoraði ótrúlega körfu í tapi Valsara gegn Þór.
Það voru hins vegar bræðurnir Tómas Valur og Styrmir Snær Þrastarsynir sem áttu tilþrif vikunnar í sameiningu. Tómas Valur fyrir frábæran varnarleik en Styrmir fyrir tilþrif hinu megin á vellinum.
Tilþrif 16.umferðar í Subway-deildinni er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir neðan.