Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2023 10:33 Frá löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í vikunni. Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum. Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum.
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42