Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2023 10:33 Frá löndun íslenska hvalkjötsins í Japan í vikunni. Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust. Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum. Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira
Hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgdust með siglingu skipsins og fengu samstarfsaðila í Japan, Life Investigation Agency, til að taka myndir af komu þess og uppskipun farmsins, sem sjá mátti í frétt Stöðvar 2: Samtökin sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að hvalkjöt hefði endað sem hundamatur í Japan. Sagði að reynt væri að selja kjötið í matarsjálfsölum og þrýsta því inn í skólamötuneyti í von um að auka eftirspurn. Samkvæmt útflutningstölum Hagstofu Íslands nam verðmæti þessa 2.576 tonna farms alls 2.771 milljón króna. Það þýðir 1.076 króna meðalverð á hvert kíló en telja má nokkuð víst hluti farmsins hafi verið eldri birgðir. Afurðir frá Íslandi, stendur á umbúðunum.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Til samanburðar má geta þess að þetta er svipað verð og fékkst í sama mánuði fyrir ferskan íslenskan eldislax á mörkuðum í Evrópu. Þannig nam meðalverð á útfluttum ferskum laxi til Frakklands í desember 1.043 krónum á kíló en verð á laxi hefur verið mjög hátt. Þá er þetta einnig svipað verð og fékkst fyrir landfryst þorskflök í blokkum í Bretlandi í desember. Þar var meðalverð á kíló 1.042 krónur, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorskverð hefur sömuleiðis verið í hæstu hæðum. Silver Copenhagen utan við borgina Kokura.Life Investigation Agency/Whale and Dolphin Conservation Af frystiskipinu Silver Copenhagen er það annars að frétta, eftir siglingu frá Íslandi, suður fyrir Afríku og þvert yfir Indlandshaf, að það stefnir núna út á Kyrrahaf. Næsti áfangastaður þess, samkvæmt siglingasíðunni Marine Traffic, er bærinn Dutch Harbor í Alaska en þar er rekin umfangsmikil fiskvinnsla. Bærinn Dutch Harbor er frægur fyrir það að vera sá eini í Bandaríkjunum, fyrir utan Pearl Harbor á Hawaii, sem orðið hefur fyrir loftárás óvinahers. Þar var bandaríski sjóherinn með flotahöfn á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Í júnímánuði árið 1942, hálfu ári eftir Pearl Harbor-árásina, réðust Japanir einnig á Dutch Harbor með tuttugu orustuflugvélum frá tveimur flugmóðurskipum.
Hvalveiðar Japan Sjávarútvegur Skipaflutningar Seinni heimsstyrjöldin Tengdar fréttir Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59 Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08 Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Sjá meira
Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag. 9. febrúar 2023 22:59
Hvalverndarsamtök fylgjast með siglingu þessa skips Alþjóðlegu hvalverndarsamtökin Whale and Dolphin Conservation fylgjast núna af áhuga með siglingu norska skipsins Silver Copenhagen yfir Indlandshaf. Þau telja nokkuð víst að farmur þess sé íslenskt hvalkjöt á leið til Japans. 19. janúar 2023 18:08
Hvalkjötið komið í skip og á leið til kaupenda í Japan Allt hvalkjöt frá síðustu vertíð, og raunar meira til, er farið úr landi. Flutningaskip lestaði kjötið í Hafnarfirði skömmu fyrir jól og er það núna á leiðinni til kaupenda í Japan. 9. janúar 2023 22:42