Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 10:24 Til stendur að setja upp færanlegan spítala við hlið þess sem fyrir er. Landsbjörg Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“ Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið er að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Aðgerðir íslenska hópsins ganga vel og björgunarsveitarmenn frá öllum löndum eru til aðstoðar. Vinnuvélar hafa verið notaðar til að búa til nokkurs konar göng í rústunum.Landsbjörg Erlendur lagði mat á ástand rústar, þar sem talið var að manninn væri að finna, og gerði tillögu um að vinnuvél yrði notuð til að halda opnum nokkurs konar göngum inn í rústina. Laust brak torveldaði aðgerðir töluvert, en leitarhundar voru sendir inn um göngin. Tveir björgunarsveitarmenn voru sendir inn á eftir hundunum með hlustunartæki en leitin bar ekki árangur. Þá fóru þau Ragna Sif Árnadóttir læknir og Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður, ásamt Andra Rafni Helgasyni frá Landhelgisgæslunni, að sjúkrahúsinu í Antayka til að kanna aðstæður. Beðið er eftir færanlegu sjúkrahúsi frá Bandaríkjunum og til stendur að koma sjúkrahúsinu upp fyrir utan það, sem fyrir er. Landsbjörg greinir frá verkefnum íslenska hópsins í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn að störfum.Landsbjörg Björn J. Gunnarsson sjúkraflutningamaður segir ástandið slæmt. „Amerísk hjálparsamtök eru að koma með gríðarstóran færanlegan spítala með mjög mörgum rúmum og skurðaðstöðu. Það sem við sáum á vettvangi var að spítalinn var að stóru leyti óstarfhæfur og var nánast allur kominn út á götu - út á bílaplan. Og þar var verið að flytja alls konar spítaladót og spítalabúnað í tjöld þar sem verið er að setja upp í rauninni meira heldur en fyrstu-hjálpar aðstoð, heldur hreinlega spítala í tjöldum úti á plani. Þannig að þörfin á þessari aðstoð frá Ameríkönum er mjög brýn. Þetta er mjög slæmt ástand.“
Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Eldgos og jarðhræringar Hjálparstarf Náttúruhamfarir Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56 Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Færri bjargað í dag og eyðileggingin algjör Ríflega 22 þúsund eru nú sagðir látnir eftir skjálftana í Tyrklandi og Sýrlandi en einhverjum hefur verið bjargað úr rústum bygginga í dag eftir meira en hundrað klukkustundir. Björgunarstarf er þó að renna út á tíma en aðgerðarstjórnandi íslenska teymisins segir töluvert færri finnast á lífi. 10. febrúar 2023 16:56
Tíu daga barni bjargað úr rústunum Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. 10. febrúar 2023 14:12