Minnstu bræðurnir Gunnar Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 14:30 Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar