Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2023 15:18 Stórleikarinn og þjóðargersemin Egill Ólafsson fagnar stórafmæli sínu í óvæntri afmælisveislu. Baltasar Breki „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Plataður á fund með mótleikkonu Frí var í dag frá tökum á myndinni og eins og Egill sagði hafði hann hugsað sér að nota tímann og slappa af. „Þá fékk ég skilaboð um að Baltasar vildi hitta mig og mótleikkonu mína, Yoko Narahashi, á stuttum fundi eða æfingu og ég yrði sóttur á tilteknum tíma. Tinna kona mín sem er stödd hérna með mér, hafði brugðið sér frá á námskeið í japanskri matargerð, skildist mér.“ Þegar Egill var svo grunlaus mættur á áfangastað og opnaði hurðina, á því sem hann hélt að væri æfingasvæði, varð honum brugðið. Þarna var þá allur hópurinn samankominn og það brast á með söng. Þetta er enginn smá hópur, leikstjórinn og allt íslenska teymið, mótleikarar og allt japanska teymið og auðvitað Tinna. Sjálfsagt milli sextíu og sjötíu manns í allt. Agli var eðlilega brugðið þegar þessi stóri hópur tók á móti honum og fagnaði þegar hann hélt að hann væri á leið á fund með leikstjóra og mótleikkonu. Baltasar Breki „Allt svo fallegt og óvænt“ Í gjöf fékk hann meðal annars sérsaumaðan japanskan kimanó og að auki óvænta tónlistargjöf og dýrmætar kveðjur. Högni Egilsson sem sér um tónlistina í myndinni settist við flygilinn. Þá flutti hann óborganlega syrpu af lögum eftir afmælisdrenginn með sínum einstaka hætti. Svo voru sýndar kveðjur að heiman frá vinum og vandamönnum og talað ákaflega fallega til mín. Ég verð að segja að ég klökknaði, þetta var svo fallegt og óvænt! Loksins kominn á „gamans aldur“ Aðspurður hvað taki við eftir þetta stóra kvikmyndaverkefni svarar Egill: „Nú er ég orðinn sjötugan kallinn - loksins kominn á „gamans aldur“ eins nafni minn Eðvarðsson segir og ætli ég hafi ekki bara hægt um mig.“ Hann ætli sér þó að fagna útgáfu Tu duende/El duende, tvöfaldrar hljómplötu sem hann vann á síðasta ári en opinber útgáfudagur plötunnar er einmitt í dag, 9. febrúar. „En þar sem ég er fjarverandi seinkar útgáfuhófinu eitthvað.“ Plötuna vann hann í félagi við kúbversku listamennina Lissy og Argi. Argi útsetti lögin á fyrri plötunni í „karabískum“ takti og þar syngur Lissy á spænsku og ensku og ég með, þar sem það á við. Seinni platan eru svo sömu lög á íslensku, sungin af mér og Ellen Kristjánsdóttur auk fleirri söngvara. „Auk þess naut ég fulltingis sænska bassaleikarans Peter Axelsson og Eyþórs Gunnarssonar, Einars Scheving og fleiri frábærra listamanna.“ Aðspurður hvernig sú tilfinning sé að horfa yfir farinn veg, lífið og ferilinn á svo stórum tímamótum segir Egill : Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sé ég ekki eftir neinu eða sakna neins í lífinu. Lífið hefur verið mér gjöfult á allan máta og fyrir það er ég þakklátur. Og vonandi hefur mér tekist að gefa svolítið á móti. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað sem Baltasar Breki hefur tekið af afmælisbarni dagsins við tökur í Japan. Jakob Frímann Magnússson, félagi Egils úr Stuðmönnum og góður vinur, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um afmælisbarnið. Jakob rifjaði upp kynni þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sínum tíma auk þess sem valin lög Egils voru spiluð. Tímamót Tónlist Japan Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Plataður á fund með mótleikkonu Frí var í dag frá tökum á myndinni og eins og Egill sagði hafði hann hugsað sér að nota tímann og slappa af. „Þá fékk ég skilaboð um að Baltasar vildi hitta mig og mótleikkonu mína, Yoko Narahashi, á stuttum fundi eða æfingu og ég yrði sóttur á tilteknum tíma. Tinna kona mín sem er stödd hérna með mér, hafði brugðið sér frá á námskeið í japanskri matargerð, skildist mér.“ Þegar Egill var svo grunlaus mættur á áfangastað og opnaði hurðina, á því sem hann hélt að væri æfingasvæði, varð honum brugðið. Þarna var þá allur hópurinn samankominn og það brast á með söng. Þetta er enginn smá hópur, leikstjórinn og allt íslenska teymið, mótleikarar og allt japanska teymið og auðvitað Tinna. Sjálfsagt milli sextíu og sjötíu manns í allt. Agli var eðlilega brugðið þegar þessi stóri hópur tók á móti honum og fagnaði þegar hann hélt að hann væri á leið á fund með leikstjóra og mótleikkonu. Baltasar Breki „Allt svo fallegt og óvænt“ Í gjöf fékk hann meðal annars sérsaumaðan japanskan kimanó og að auki óvænta tónlistargjöf og dýrmætar kveðjur. Högni Egilsson sem sér um tónlistina í myndinni settist við flygilinn. Þá flutti hann óborganlega syrpu af lögum eftir afmælisdrenginn með sínum einstaka hætti. Svo voru sýndar kveðjur að heiman frá vinum og vandamönnum og talað ákaflega fallega til mín. Ég verð að segja að ég klökknaði, þetta var svo fallegt og óvænt! Loksins kominn á „gamans aldur“ Aðspurður hvað taki við eftir þetta stóra kvikmyndaverkefni svarar Egill: „Nú er ég orðinn sjötugan kallinn - loksins kominn á „gamans aldur“ eins nafni minn Eðvarðsson segir og ætli ég hafi ekki bara hægt um mig.“ Hann ætli sér þó að fagna útgáfu Tu duende/El duende, tvöfaldrar hljómplötu sem hann vann á síðasta ári en opinber útgáfudagur plötunnar er einmitt í dag, 9. febrúar. „En þar sem ég er fjarverandi seinkar útgáfuhófinu eitthvað.“ Plötuna vann hann í félagi við kúbversku listamennina Lissy og Argi. Argi útsetti lögin á fyrri plötunni í „karabískum“ takti og þar syngur Lissy á spænsku og ensku og ég með, þar sem það á við. Seinni platan eru svo sömu lög á íslensku, sungin af mér og Ellen Kristjánsdóttur auk fleirri söngvara. „Auk þess naut ég fulltingis sænska bassaleikarans Peter Axelsson og Eyþórs Gunnarssonar, Einars Scheving og fleiri frábærra listamanna.“ Aðspurður hvernig sú tilfinning sé að horfa yfir farinn veg, lífið og ferilinn á svo stórum tímamótum segir Egill : Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sé ég ekki eftir neinu eða sakna neins í lífinu. Lífið hefur verið mér gjöfult á allan máta og fyrir það er ég þakklátur. Og vonandi hefur mér tekist að gefa svolítið á móti. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað sem Baltasar Breki hefur tekið af afmælisbarni dagsins við tökur í Japan. Jakob Frímann Magnússson, félagi Egils úr Stuðmönnum og góður vinur, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um afmælisbarnið. Jakob rifjaði upp kynni þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sínum tíma auk þess sem valin lög Egils voru spiluð.
Tímamót Tónlist Japan Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning