Sjötugur Egill klökknaði í óvæntri afmælisveislu í Japan: „Lífið hefur verið mér gjöfult!“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2023 15:18 Stórleikarinn og þjóðargersemin Egill Ólafsson fagnar stórafmæli sínu í óvæntri afmælisveislu. Baltasar Breki „Afmælisdaginn bar upp á frídegi og ég ætlaði bara að hafa það náðugt,“ segir tónlistarmaðurinn, leikarinn og listamaðurinn Egill Ólafsson sem fyllir sjö tugi í dag þ. 9. febrúar. Þessum merku tímamótum fagnar hann í Japan þar sem hann er nú staddur í tökum fyrir kvikmynd Baltasars Kormáks, Snertingu, en Egill fer þar með aðalhlutverkið. Plataður á fund með mótleikkonu Frí var í dag frá tökum á myndinni og eins og Egill sagði hafði hann hugsað sér að nota tímann og slappa af. „Þá fékk ég skilaboð um að Baltasar vildi hitta mig og mótleikkonu mína, Yoko Narahashi, á stuttum fundi eða æfingu og ég yrði sóttur á tilteknum tíma. Tinna kona mín sem er stödd hérna með mér, hafði brugðið sér frá á námskeið í japanskri matargerð, skildist mér.“ Þegar Egill var svo grunlaus mættur á áfangastað og opnaði hurðina, á því sem hann hélt að væri æfingasvæði, varð honum brugðið. Þarna var þá allur hópurinn samankominn og það brast á með söng. Þetta er enginn smá hópur, leikstjórinn og allt íslenska teymið, mótleikarar og allt japanska teymið og auðvitað Tinna. Sjálfsagt milli sextíu og sjötíu manns í allt. Agli var eðlilega brugðið þegar þessi stóri hópur tók á móti honum og fagnaði þegar hann hélt að hann væri á leið á fund með leikstjóra og mótleikkonu. Baltasar Breki „Allt svo fallegt og óvænt“ Í gjöf fékk hann meðal annars sérsaumaðan japanskan kimanó og að auki óvænta tónlistargjöf og dýrmætar kveðjur. Högni Egilsson sem sér um tónlistina í myndinni settist við flygilinn. Þá flutti hann óborganlega syrpu af lögum eftir afmælisdrenginn með sínum einstaka hætti. Svo voru sýndar kveðjur að heiman frá vinum og vandamönnum og talað ákaflega fallega til mín. Ég verð að segja að ég klökknaði, þetta var svo fallegt og óvænt! Loksins kominn á „gamans aldur“ Aðspurður hvað taki við eftir þetta stóra kvikmyndaverkefni svarar Egill: „Nú er ég orðinn sjötugan kallinn - loksins kominn á „gamans aldur“ eins nafni minn Eðvarðsson segir og ætli ég hafi ekki bara hægt um mig.“ Hann ætli sér þó að fagna útgáfu Tu duende/El duende, tvöfaldrar hljómplötu sem hann vann á síðasta ári en opinber útgáfudagur plötunnar er einmitt í dag, 9. febrúar. „En þar sem ég er fjarverandi seinkar útgáfuhófinu eitthvað.“ Plötuna vann hann í félagi við kúbversku listamennina Lissy og Argi. Argi útsetti lögin á fyrri plötunni í „karabískum“ takti og þar syngur Lissy á spænsku og ensku og ég með, þar sem það á við. Seinni platan eru svo sömu lög á íslensku, sungin af mér og Ellen Kristjánsdóttur auk fleirri söngvara. „Auk þess naut ég fulltingis sænska bassaleikarans Peter Axelsson og Eyþórs Gunnarssonar, Einars Scheving og fleiri frábærra listamanna.“ Aðspurður hvernig sú tilfinning sé að horfa yfir farinn veg, lífið og ferilinn á svo stórum tímamótum segir Egill : Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sé ég ekki eftir neinu eða sakna neins í lífinu. Lífið hefur verið mér gjöfult á allan máta og fyrir það er ég þakklátur. Og vonandi hefur mér tekist að gefa svolítið á móti. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað sem Baltasar Breki hefur tekið af afmælisbarni dagsins við tökur í Japan. Jakob Frímann Magnússson, félagi Egils úr Stuðmönnum og góður vinur, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um afmælisbarnið. Jakob rifjaði upp kynni þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sínum tíma auk þess sem valin lög Egils voru spiluð. Tímamót Tónlist Japan Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Plataður á fund með mótleikkonu Frí var í dag frá tökum á myndinni og eins og Egill sagði hafði hann hugsað sér að nota tímann og slappa af. „Þá fékk ég skilaboð um að Baltasar vildi hitta mig og mótleikkonu mína, Yoko Narahashi, á stuttum fundi eða æfingu og ég yrði sóttur á tilteknum tíma. Tinna kona mín sem er stödd hérna með mér, hafði brugðið sér frá á námskeið í japanskri matargerð, skildist mér.“ Þegar Egill var svo grunlaus mættur á áfangastað og opnaði hurðina, á því sem hann hélt að væri æfingasvæði, varð honum brugðið. Þarna var þá allur hópurinn samankominn og það brast á með söng. Þetta er enginn smá hópur, leikstjórinn og allt íslenska teymið, mótleikarar og allt japanska teymið og auðvitað Tinna. Sjálfsagt milli sextíu og sjötíu manns í allt. Agli var eðlilega brugðið þegar þessi stóri hópur tók á móti honum og fagnaði þegar hann hélt að hann væri á leið á fund með leikstjóra og mótleikkonu. Baltasar Breki „Allt svo fallegt og óvænt“ Í gjöf fékk hann meðal annars sérsaumaðan japanskan kimanó og að auki óvænta tónlistargjöf og dýrmætar kveðjur. Högni Egilsson sem sér um tónlistina í myndinni settist við flygilinn. Þá flutti hann óborganlega syrpu af lögum eftir afmælisdrenginn með sínum einstaka hætti. Svo voru sýndar kveðjur að heiman frá vinum og vandamönnum og talað ákaflega fallega til mín. Ég verð að segja að ég klökknaði, þetta var svo fallegt og óvænt! Loksins kominn á „gamans aldur“ Aðspurður hvað taki við eftir þetta stóra kvikmyndaverkefni svarar Egill: „Nú er ég orðinn sjötugan kallinn - loksins kominn á „gamans aldur“ eins nafni minn Eðvarðsson segir og ætli ég hafi ekki bara hægt um mig.“ Hann ætli sér þó að fagna útgáfu Tu duende/El duende, tvöfaldrar hljómplötu sem hann vann á síðasta ári en opinber útgáfudagur plötunnar er einmitt í dag, 9. febrúar. „En þar sem ég er fjarverandi seinkar útgáfuhófinu eitthvað.“ Plötuna vann hann í félagi við kúbversku listamennina Lissy og Argi. Argi útsetti lögin á fyrri plötunni í „karabískum“ takti og þar syngur Lissy á spænsku og ensku og ég með, þar sem það á við. Seinni platan eru svo sömu lög á íslensku, sungin af mér og Ellen Kristjánsdóttur auk fleirri söngvara. „Auk þess naut ég fulltingis sænska bassaleikarans Peter Axelsson og Eyþórs Gunnarssonar, Einars Scheving og fleiri frábærra listamanna.“ Aðspurður hvernig sú tilfinning sé að horfa yfir farinn veg, lífið og ferilinn á svo stórum tímamótum segir Egill : Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sé ég ekki eftir neinu eða sakna neins í lífinu. Lífið hefur verið mér gjöfult á allan máta og fyrir það er ég þakklátur. Og vonandi hefur mér tekist að gefa svolítið á móti. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað sem Baltasar Breki hefur tekið af afmælisbarni dagsins við tökur í Japan. Jakob Frímann Magnússson, félagi Egils úr Stuðmönnum og góður vinur, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að ræða um afmælisbarnið. Jakob rifjaði upp kynni þeirra í Menntaskólanum við Hamrahlíð á sínum tíma auk þess sem valin lög Egils voru spiluð.
Tímamót Tónlist Japan Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Leikhús Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“