Bætt aðgengi að sjúkraþjálfun minnkar álag á heilsugæslur Gunnlaugur Már Briem skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsugæsla Heilbrigðismál Gunnlaugur Már Briem Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Aðgengi að heilbrigðisþjónustu er grundvöllur heilsu og farsældar. Það má færa fyrir því sterk rök að það sé skynsöm nýting fjármuna að aðstoða þá einstaklinga sem þess þurfa sem fyrst. Þannig má koma í veg fyrir að vandamálin verði stærri og flóknari með tilheyrandi álagi og kostnaði. Ekki þarf lengur beiðni frá lækni til að fara til sjúkraþjálfara Aðgengi að þjónustu sjúkraþjálfara fyrir sjúkratryggða einstaklinga hefur tekið breytingum undanfarin ár, bæði hvað varðar kostnað og aðgengi að þjónustunni. Því er það fagnaðarerindi að núverandi heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson, hafi tekið þá skynsamlegu ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að sækja þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara í allt að sex skipti á ári án þess að þurfa til þess beiðni frá lækni. Þetta er ákvæði sem fráfarandi ráðherra Svandís Svavarsdóttir ákvað að fella úr gildi árið 2020, sem hafði það í för með sér að allir sem þurftu þjónustu sjúkraþjálfara þurftu fyrst að bóka tíma hjá heimilislækni til að fá beiðni í sjúkraþjálfun. Þetta jók verulega á það álag sem var á lækna og heilsugæslur landsins, enda hátt í 60.000 beiðnir í sjúkraþjálfun skrifaðar út á hverju ári. Hvaða áhrif hefur þessi ákvörðun? - Fyrir heilbrigðiskerfið: Léttir á álagi á heilsugæslur bæði hvað varðar tímabókanir og útskriftir beiðna hjá læknum. Léttir á álagi á aðrar stoðir heilbrigðisþjónustu, einstaklingar sem mögulega þyrftu að leita til bráðamóttöku vegna stoðkerfiseinkenna geta fengið viðeigandi þjónustu með minni biðtíma og kostnaði. - Fyrir almenning: Styttri biðtími að sérfræðiþjónustu vegna stoðkerfiseinkenna. Minni kostnaður: þar sem greiða þarf fyrir komu á heilsugæslu og fyrir beiðni í sjúkraþjálfun. Þess má geta að kostnaður almennings við það að fá beiðni í sjúkraþjálfun ár hvert er umtalsverður, áætlaður yfir 100 miljónir kr. - Fyrir lýðheilsu: Gott aðgengi að viðeigandi þjónustu fyrir einstaklinga hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu. Hægt er að veita úrræði sem auka færni, virkni og vellíðan. - Fyrir þjóðarbúið: Aðgengi að sjúkraþjálfun og annarri heilbrigðisþjónustu getur haft veruleg áhrif á þætti eins og nýgengi örorku. Bætt aðgengi hefur verið lykilþáttur í því að minnka nýgengi örorku vegna stoðkerfiseinkenna frá árinu 2016. Færri þurfa að fara á örorku sem er jákvætt fyrir bæði einstaklingin og samfélagið í heild sinni. - Fyrir atvinnulífið: Fækkun veikindafjarvista fyrir fyrirtæki og stofnanir. Gríðarlegur kostnaður er ár hvert vegna fjarvista á vinnumarkaði. Hægt er að hafa veruleg áhrif á þessar tölur með því að veita viðeigandi þjónustu eins skjótt og hægt er. Við eigum að leggja áherslu á að ákvarðanir um aðgengi og kostnað að heilbrigðisþjónustu séu byggðar á sterkum rökum með hagsmuni heildarinnar í huga. Við gleðjumst því yfir faglegum vinnubrögðum ráðherra í þessu máli og þeirri ákvörðun að heimila einstaklingum aftur að leita beint til sjúkraþjálfara án sérstakrar beiðni frá lækni. Þetta er skref í rétta átt að bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu þar sem horft er til þess að nýta þá sérfræðiþekkingu sem fjölbreyttar fagstéttir hafa. Markmiðið ætti að vera að taka áframhaldandi skref til að nýta mannauð heilbrigðiskerfisins á skynsamlegan hátt með auknum möguleikum á beinu aðgengi að viðeigandi þjónustu. Nýtum þann mannauð sem við höfum menntað á skynsamlegan hátt. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun