„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2023 12:02 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Skeljungur Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg. Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður. Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Fleiri verkföll, til viðbótar við verkfall þrjú hundruð Eflingarfélaga hjá Íslandshótelum, voru samþykkt í gærkvöldi. Hótelstarfsfólk á Edition hótelinu og hjá Berjaya hótelkeðjunni samþykktu verkfallsaðgerðir með tæplega áttatíu og tveimur prósentum atkvæða. Þá samþykktu bifreiðastjórar Samskipa, Olíudreifingar og Skeljungs að leggja niður störf með um áttatíu og fjórum prósentum atkvæða. Verkfallsaðgerðir hefjast að óbreyttu á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar. Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir ekki koma á óvart að verkfallið hafi verði samþykkt. „Viðbrögðin okkar sneru fyrst og fremst að okkar rekstri, þeirri olíu sem við erum að dreifa, og hófust aðgerðir til að koma eins mikilli olíu út til viðskiptavina eins og hægt er,“ segir Þórður í samtali við fréttastofu. Slíkar aðgerðir dugi þó skammt ef til verkfalls kæmi. Hvað þyrfti verkfallið að standa lengi til þess að almennir neytendur fara að finna fyrir áhrifum þess? „Í einn dag, á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu á höfuðborgarsvæðinu.“ Rekstrarlegur skaði ekki aðalmálið Þórður segir rekstrarlegan skaða Skeljungs af mögulegu verkfalli ekki svo mikinn. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af er það að Ísland kemst ekkert af án olíu. Eins og staðan er í dag þá er um 40 prósent af orkunotkun, fyrir utan húsahitun, frá olíu.“ Verið sé að undirbúa undanþágubeiðnir, sem útlit er fyrir að verði að minnsta kosti 40 talsins. „Því að, hvernig eiga læknar og starfsfólk Landspítalans að komast til vinnu þegar bíllinn er orðinn bensínlaus? Það er bara lítið dæmi. Þetta er gríðarlega alvarlegt. Þetta er miklu alvarlegra en það að fólk komist ekki á skíði í Bláfjöllum í næstu viku,“ segir Þórður.
Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Erlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02
Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. 7. febrúar 2023 15:28