Umsóknir frá ríkisborgurum annarra ríkja en Úkraínu voru 2.173 talsins sem er nærri tvisvar sinnum fleiri umsóknir en árið 2016 sem var stærsta umsóknarárið hingað til. Þá sóttu 1.131 um vernd. Árið 2022 var því metár í fjölda umsókna um vernd hvort sem umsóknir um vernd vegna fjöldaflótta frá Úkraínu eru taldar með eða ekki.

Mestur fjöldi umsókna barst fyrstu vikurnar eftir innrásina í lok febrúar. Umsækjendum fór hægt fækkandi eftir mars þar til aukning varð aftur í september og restina af árinu. Fjöldi umsókna frá ríkisborgurum annarra ríkja, einkum Venesúela, fjölgaði jafnt og þétt á síðari hluta ársins og var mestur í desember.

Fyrir utan Úkraínu og Venesúela komu stærstu hópar umsækjenda árið 2022 frá Palestínu, 232 talsins, Sómalíu, hundrað talsins, Sýrlandi, 84 talsins og Írak, 73 talsins.