Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af? Sigurður Páll Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 11:00 Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Stykkishólmur Miðflokkurinn Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun