„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 12:32 Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, er staddur á Norðurlandi um þessar mundir þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Vísir/Arnar Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi í gærkvöldi vegna veðurs á Vestfjörðum sem og á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra í dag, þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi. Spáð er sunnan stormi og miklu roki en í athugasemdum veðurfræðings hjá Vegagerðinni kemur fram að sviptivindar geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Samráðsfundur almannavarna fór fram klukkan ellefu en samhæfingarstöð var virkjuð klukkan tíu vegna málsins. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar, segir spár vera að ganga eftir en er sjálfur á Húsavík í miðju stormsins. „Það sem við höfum svolitlar áhyggjur af er hversu staðbundið þetta virðist vera. Á eiginlega öllu svæðinu sem að viðvaranirnar gilda um getur fólk verið í bara mjög fínum aðstæðum á einum stað og svo koma bara byljóttar hviður annars staðar,“ segir Víðir. „Þannig menn þurfa að vera nokkuð staðkunnugir ef menn ætla að vera á ferðinni og fylgjast vel með þeim upplýsingum sem er verið að birta bara hjá Veðurstofunni og Vegagerðin því að þetta virðist vera þannig, eins og ég segi, að það þarf ekki að fara langt til þess að vera kominn í allt aðrar aðstæður,“ segir hann enn fremur. „Það getur verið gott veður en síðan bara kílómetra lengra er það snarvitlaust.“ Fylgjast með tökum á Dalvík Hætta er á foktjóni en viðbragðsaðilar eru vel undirbúnir og fóru meðal annars til Dalvíkur, þar sem tökur fyrir sjónvarpsþættina True Detective fara fram um þessar mundir. „Þarna er mikið af bráðabirgðamannvirkjum, hjólhýsum og öðru slíku. Í samstarfi við þau fyrirtæki sem eru í þeirri starfsemi þá voru viðbragðsaðilar með þeim í gær og eru með þeim í dag til að vera viðbúin ef að veðrið verður mjög slæmt þar, sem að gæti einmitt alveg verið,“ segir Víðir. Ekkert ferðaveður er á svæðunum og búast má við samgöngutruflunum, bæði vegna vinds og hálku. Fólk er hvatt til að bíða með allar ferðir á meðan það versta gengur yfir en það varir sem betur fer ekki lengi. „Seinni partinn í dag verður þetta orðið miklu skárra, það verður auðvitað vindur áfram en aðstæður verða allt aðrar seinni partinn. En síðan eru lægðirnar bara að koma í röðum, önnur stór er væntanleg á þriðjudaginn, þannig það er stutt á milli núna,“ segir Víðir. Vona að spáin um möguleg flóð gangi ekki eftir Þá er óvissustig á sunnanverðum Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en úrkoman sem spáð var í dag er svipuð því sem var þann 26. janúar þegar krapaflóð féllu ofan Patreksfjarðar, Bíldudals og í Arnarfirði. Ekki var gripið til rýminga í dag en biðlað var til fólks að sýna aðgát, sérstaklega nærri þeim svæðum sem flóð féllu síðast. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir alla meðvitaða um stöðuna. „Það var sem sagt gengið í hús og talað við það fólk sem að er þarna nálægt árfarveginum við Geirsárgil og rætt við þau um einmitt þetta, að vera ekki í kjöllurum þar sem það er gluggi upp í hlíðina og bara fara að öllu með gát,“ segir Þórdís. Veðrið þar virðist þó betra núna en fyrst var spáð auk þess sem lítill snjór er í fjöllunum og því líkur á að flóð, ef það verður, verði lítið. Reyna að fá fjármagn í ofanflóðavarnir Hún telur að fólk sé ekki skelkað að þessu sinni en það sé þó enn að vinna úr sínum málum eftir að síðasta flóð féll. „Það var náttúrulega engin áfallahjálp eða áfallastreituröskunarhjálp eða neitt slíkt á þessum tíma þegar það féll, en það er búið að bæta mjög úr öllum svona viðbúnaði eða aðbúnaði fólks eftir þetta,“ segir Þórdís. Heilt yfir þurfi að bæta ofanflóðavarnir. „Það er náttúrulega ekki gott að það sé einhver hætta á flóðum úr Geirshöfðagilinu og öðrum gilum hérna á svæðinu og við vinnum auðvitað að því með Ofanflóðasjóði að reyna að fá fjármagn í þessi verkefni sem að eru mikilvæg,“ segir Þórdís. Hún vonast til að vel verði tekið í það og gerir í raun ráð fyrir því í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur talað um að bæta ofanflóðavarnir. Þau muni nú eiga samtal við ráðherra um hvernig sé hægt að gera ráðstafanir sem fyrst. Veður Almannavarnir Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan. 4. febrúar 2023 20:55 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 „Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. 26. janúar 2023 19:48 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi í gærkvöldi vegna veðurs á Vestfjörðum sem og á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra í dag, þar sem appelsínugular viðvaranir eru í gildi. Spáð er sunnan stormi og miklu roki en í athugasemdum veðurfræðings hjá Vegagerðinni kemur fram að sviptivindar geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Samráðsfundur almannavarna fór fram klukkan ellefu en samhæfingarstöð var virkjuð klukkan tíu vegna málsins. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarnadeildar, segir spár vera að ganga eftir en er sjálfur á Húsavík í miðju stormsins. „Það sem við höfum svolitlar áhyggjur af er hversu staðbundið þetta virðist vera. Á eiginlega öllu svæðinu sem að viðvaranirnar gilda um getur fólk verið í bara mjög fínum aðstæðum á einum stað og svo koma bara byljóttar hviður annars staðar,“ segir Víðir. „Þannig menn þurfa að vera nokkuð staðkunnugir ef menn ætla að vera á ferðinni og fylgjast vel með þeim upplýsingum sem er verið að birta bara hjá Veðurstofunni og Vegagerðin því að þetta virðist vera þannig, eins og ég segi, að það þarf ekki að fara langt til þess að vera kominn í allt aðrar aðstæður,“ segir hann enn fremur. „Það getur verið gott veður en síðan bara kílómetra lengra er það snarvitlaust.“ Fylgjast með tökum á Dalvík Hætta er á foktjóni en viðbragðsaðilar eru vel undirbúnir og fóru meðal annars til Dalvíkur, þar sem tökur fyrir sjónvarpsþættina True Detective fara fram um þessar mundir. „Þarna er mikið af bráðabirgðamannvirkjum, hjólhýsum og öðru slíku. Í samstarfi við þau fyrirtæki sem eru í þeirri starfsemi þá voru viðbragðsaðilar með þeim í gær og eru með þeim í dag til að vera viðbúin ef að veðrið verður mjög slæmt þar, sem að gæti einmitt alveg verið,“ segir Víðir. Ekkert ferðaveður er á svæðunum og búast má við samgöngutruflunum, bæði vegna vinds og hálku. Fólk er hvatt til að bíða með allar ferðir á meðan það versta gengur yfir en það varir sem betur fer ekki lengi. „Seinni partinn í dag verður þetta orðið miklu skárra, það verður auðvitað vindur áfram en aðstæður verða allt aðrar seinni partinn. En síðan eru lægðirnar bara að koma í röðum, önnur stór er væntanleg á þriðjudaginn, þannig það er stutt á milli núna,“ segir Víðir. Vona að spáin um möguleg flóð gangi ekki eftir Þá er óvissustig á sunnanverðum Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu en úrkoman sem spáð var í dag er svipuð því sem var þann 26. janúar þegar krapaflóð féllu ofan Patreksfjarðar, Bíldudals og í Arnarfirði. Ekki var gripið til rýminga í dag en biðlað var til fólks að sýna aðgát, sérstaklega nærri þeim svæðum sem flóð féllu síðast. Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir alla meðvitaða um stöðuna. „Það var sem sagt gengið í hús og talað við það fólk sem að er þarna nálægt árfarveginum við Geirsárgil og rætt við þau um einmitt þetta, að vera ekki í kjöllurum þar sem það er gluggi upp í hlíðina og bara fara að öllu með gát,“ segir Þórdís. Veðrið þar virðist þó betra núna en fyrst var spáð auk þess sem lítill snjór er í fjöllunum og því líkur á að flóð, ef það verður, verði lítið. Reyna að fá fjármagn í ofanflóðavarnir Hún telur að fólk sé ekki skelkað að þessu sinni en það sé þó enn að vinna úr sínum málum eftir að síðasta flóð féll. „Það var náttúrulega engin áfallahjálp eða áfallastreituröskunarhjálp eða neitt slíkt á þessum tíma þegar það féll, en það er búið að bæta mjög úr öllum svona viðbúnaði eða aðbúnaði fólks eftir þetta,“ segir Þórdís. Heilt yfir þurfi að bæta ofanflóðavarnir. „Það er náttúrulega ekki gott að það sé einhver hætta á flóðum úr Geirshöfðagilinu og öðrum gilum hérna á svæðinu og við vinnum auðvitað að því með Ofanflóðasjóði að reyna að fá fjármagn í þessi verkefni sem að eru mikilvæg,“ segir Þórdís. Hún vonast til að vel verði tekið í það og gerir í raun ráð fyrir því í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur talað um að bæta ofanflóðavarnir. Þau muni nú eiga samtal við ráðherra um hvernig sé hægt að gera ráðstafanir sem fyrst.
Veður Almannavarnir Dalvíkurbyggð Vesturbyggð Færð á vegum Samgöngur Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan. 4. febrúar 2023 20:55 Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30 „Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. 26. janúar 2023 19:48 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem er framundan. 4. febrúar 2023 20:55
Stormur víða í dag og næsta lægð kemur á sunnudag Stormi er spáð víða á landinu í dag með mikilli úrkomu og hlýindum. Veðrið verður verst á suðvestanverðu landinu í upphafi en norðantil í kvöld. Næsta lægð tekur við á sunnudag. Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna enn að því að hreinsa frá niðurföllum þar sem hálfgerð stöðuvötn hafa myndast. Skrifstofustjóri Borgarlandsins segir að íbúar hafi bjargað miklu með því að hjálpa til. 3. febrúar 2023 12:30
„Mjög mikilvægt að við bregðumst við“ Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að illa hefði getað farið ef krapaflóð sem féll á Patreksfirði hefði fallið tveimur tímum fyrr. Íbúar væru skelkaðir enda ýfi flóðið upp gömul sár. Atvikið minni á mikilvægi ofanflóðavarna sem sárvanti á svæðinu. 26. janúar 2023 19:48