Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 22:03 Gulu úlfarnir Keith og Jim heita Gaute og Ben í raun og veru. Daniele Venturelli/Getty Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós. Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós.
Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00
Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning