Nautgripirnir hafi hvorki verið í neyð né horaðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2023 15:16 Ein af myndunum sem bárust MAST og fréttastofu. Matvælastofnun segir ekkert tilefni til að bregðast við vegna aðbúnaðar nautgripa á bæ í Skagafirði. Dýraverndarsamband Íslands hefur gert kröfu um tafarlausar aðgerðir í málinu. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu bárust borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, tjáði fréttastofu í morgun að MAST hefði í tveimur heimsóknum á umræddan bæ komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna væri án frávika. Fram kemur í tilkynningu á vef MAST að farið hafi verið í heimsóknirnar 16. nóvember og 6. desember eftir ábendingar um slæman aðbúnað á bænum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndirnar og myndböndin sem Vísir birti í morgun tekin á milli þessara heimsókn. Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi mánudaginn 30. janúar fylgt eftir þriðju ábendingu og farið í eftirlit á bæinn. Ekkert tilefni hafi verið til að skrá frávik. „Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá MAST. Búfjárhald á bænum muni þó sæta áfram reglubundnu eftirliti. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Tengdar fréttir Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu bárust borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, tjáði fréttastofu í morgun að MAST hefði í tveimur heimsóknum á umræddan bæ komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna væri án frávika. Fram kemur í tilkynningu á vef MAST að farið hafi verið í heimsóknirnar 16. nóvember og 6. desember eftir ábendingar um slæman aðbúnað á bænum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndirnar og myndböndin sem Vísir birti í morgun tekin á milli þessara heimsókn. Jafnframt kemur fram í tilkynningu MAST að eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi mánudaginn 30. janúar fylgt eftir þriðju ábendingu og farið í eftirlit á bæinn. Ekkert tilefni hafi verið til að skrá frávik. „Þær myndir sem Dýraverndunarsambandið vísar til í yfirlýsingu sinni og sendar hafa verið til stofnunarinnar gefa ekki rétta mynd af holdafari nautgripanna eða aðstæðum á bænum á fyrrnefndu tímabili. Myndirnar voru ekki í samræmi við aðstæður eins og þær hafa birst eftirlitsmönnum stofnunarinnar í þau þrjú skipti sem stofnunin hefur fylgt eftir ábendingum um umhirðu og aðbúnað nautgripa á bænum og kemur fram í eftirlitsskýrslu stofnunarinnar,“ segir í tilkynningu frá MAST. Búfjárhald á bænum muni þó sæta áfram reglubundnu eftirliti.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Tengdar fréttir Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. 3. febrúar 2023 07:00