Segja nautgripi í neyð í Skagafirði þrátt fyrir heimsóknir MAST Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 07:00 Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir yfirvöld þurfa að bregðast við. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) hefur farið fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda vegna ástands og aðbúnaðar dýra á bæ í Skagafirði. Matvælastofnun (MAST) hefur tvisvar farið í eftirlitsheimsókn á bæinn en ekki skráð nein frávik. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu. Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Samtökin sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem greint frá frá dýrum í neyð á bæ í Skagafirði. Í tilkynningunni segir að á bænum sé búfénaður í alvarlegum vanhöldum, bæði vegna ástands þeirra og aðbúnaðar. Fréttastofu hafa borist myndir og myndbönd af aðstöðunni í umræddu búi. Þar sést hversu horuð dýrin eru og er legusvæði þeirra stútfullt af mykju. Dýrin á bænum eru afar skítug.Aðsend Í samtali við fréttastofu segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður DÍS, að MAST hafi farið tvisvar í eftirlitsheimsóknir á umræddan bæ og í bæði skiptin komist að þeirri niðurstöðu aðbúnaður dýranna sé án frávika. Myndirnar og myndböndin sem sjá má í fréttinni voru teknar á milli heimsókna MAST. Klippa: Horaðir nautgripir á skítugu legusvæði „Þarna er aðbúnaður sem er algjörlega óásættanlegur og gegn lögum um velferð dýra. Það á að vera þannig að nautgripir eiga að hafa þurrt undir sér, legusvæðið þeirra á að vera þrifið daglega og dýrin eiga að sjálfsögðu ekki að vera vanfóðruð,“ segir Linda. Samtökin kalla eftir tafarlausum aðgerðum af hálfu yfirvalda í málinu. Gólfið er þakið mykju og dýrin afar skítug.Aðsend „Það þarf að fara þarna inn og gera úrbætur. Þetta eru dýr í neyð. Stofnunin þarf að bregðast við. Matvælastofnun er eina stofnunin á Íslandi sem samkvæmt lögum fer með eftirlit að lögum um velferð dýra sé fylgt,“ segir Linda. Legusvæðið er þakið mykju.Aðsend Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu DÍS í heild sinni. Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist ábending um búfénað í alvarlegum vanhöldum í Skagafirði. Tilkynningin var send til DÍS þar sem svo virðist sem Matvælastofnun (MAST) hafi ekki brugðist við fyrri tilkynningum um ástand og aðbúnað þessara dýra.DÍS hefur séð myndir og er ástand og aðbúnaður dýranna sem um ræðir mjög slæmt. Búfénaður er horaður og stendur skítugur í mykju upp að hnjám. Það var örþrifaráð tilkynnanda að hafa samband við DÍS vegna ástandsins og lýsa þessum aðbúnaði dýranna, í von um að það verði til þess að hreyfa við málinu.DÍS hafði samband við Matvælastofnun í síðustu viku vegna málsins og óskaði tafarlausra úrbóta. Svör stofnunarinnar voru þau að farið hefði verið í eftirlit á þessum stað í nóvember sl. vegna ábendingar. Þá hafi engin frávik verið skráð varðandi aðbúnað dýranna. Sú ábending sem send hefur verið til DÍS á hins vegar við um aðbúnað dýranna viku eftir þá eftirlitsheimsókn MAST. Jafnframt var aðbúnaður dýra metinn án frávika í desember þegar MAST fór í aðra eftirlitsheimsókn.Dýrahald eins og lýst er hér á engan rétt á sér. Matvælastofnun er sú stofnun á Íslandi sem lögum samkvæmt ber að sjá til þess að farið sé að lögum um velferð dýra.Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausar aðgerðir af hálfu yfirvalda í málinu.
Dýraheilbrigði Skagafjörður Dýr Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira